Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. febrúar 2025 16:32 Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hvað þýða kjörorð Sjálfstæðisflokksins „stétt með stétt“? Í aðdraganda landsfundar flokksins, sem hefst næstkomandi föstudag, hefur umræða spunnist um þessa spurningu og hvort kjörorðið skipti einhverju máli í stjórnmálum samtímans. Sögulegar rætur kjörorðsins Samkvæmt upphaflegu stofnskrá Sjálfstæðisflokksins frá vorinu 1929 vildi flokkurinn vinna „að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Sem sagt, það er í þágu allra stétta að frelsi einstaklingsins sé varið, en innan ramma laga samfélagsins, svo umorðuð séu ummæli Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns flokksins, í grein sem birt var í Morgunblaðinu 30. maí 1929. Án tengingar við allar stéttir samfélagsins gat Sjálfstæðisflokkurinn aldrei orðið sú breiðfylking borgaralegra afla sem hann síðar varð. Verkafólk átti sér rödd í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og forystufólk í hópi atvinnurekenda. Með öðrum orðum, við erum öll í þessu saman, þótt við verjum einstaklingsfrelsið. Hver er staða kjörorðsins í dag? Í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins hafa þær raddir heyrst að kjörorðið „stétt með stétt“ sé óljóst. Samt eru til margvíslegar heimildir sem skýra merkingu kjörorðsins. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins byggir á því að það sé „tækið“ til að ná sem mest út úr þeim mannauð sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Það „tæki“ þjónar hins vegar jafnframt æðri markmiðum, að við séum að verja hagsmuni allra, hvaða stétt svo sem fólk tilheyrir. Þetta skiptir ekki síst máli í litlu samfélagi eins og því íslenska. Ísland var hvorki stéttlaust þjóðfélag árið 1929 né er svo í dag. Sannfæra þarf hins vegar kjósendur að faðmur Sjálfstæðisflokksins sé breiður og að flokkurinn starfi eftir traustum gildum sem þjóna almannahagsmunum. Einstaklingur sem tekur þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins á að geta treyst því að rödd sín hafi þýðingu, óháð stöðu sinni í samfélaginu. Kjörorðið „stétt með stétt“ er skýrt og skiptir máli fyrir allt stjórnmálastarf Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun