Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2025 17:02 Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar