Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2025 17:02 Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar