Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:30 Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eimskip Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun