Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:30 Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eimskip Samgöngur Vegagerð Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar