Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir, Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson og Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifa 21. febrúar 2025 10:17 Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp. Of algengt er að vinnustaðir taki ekki þá ábyrgð sem þeim ber. Kynferðisleg áreitni á vinnustað er skilgreind sem kynferðisleg áreitni sem starfsmenn verða fyrir í tengslum við starf sitt, þar með talið á starfsmannaskemmtunum. Hvað er kynferðisleg áreitni? Kynferðisleg áreitni getur verið af ýmsum toga. Snertingar og káf, en einnig óviðeigandi spurningar og brandarar, athugasemdir um líkama eða fatnað fólks, kynferðislegar augngotur, óviðeigandi skilaboð og myndsendingar. Lagaramminn er skýr, það er upplifun þolanda sem ræður því hvort um kynferðislega áreitni er að ræða. Það sem sumum gæti fundist grín eða svartur húmor upplifa önnur sem áreitni og ef slíkri hegðun er leyft að viðgangast verða mörkin á því hvað telst eðlileg hegðun óskýr og vinnustaðamenningin litast af því. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að kynferðisleg áreitni, af hvaða toga sem er, líðist ekki í vinnuumhverfinu. Í sumum tilvikum getur kynferðisleg áreitni varðað við almenn hegningarlög og verið refsiverð. Hlutverk stjórnenda Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við og það er útlistað í reglugerð hvaða skyldur hvíla á þeim við meðferð mála. Öll tilvik á að rannsaka með réttlátum og hlutlausum hætti og gæta þess að aðilar máls séu upplýstir í gegnum allt ferlið. Grípa þarf tafarlaust til aðgerða til að tryggja öryggi á vinnustað og sýna þarf nærgætni í málsmeðferð. Sérstaklega þarf að huga að velferð þolanda vegna þess hversu erfitt það getur verið að greina frá áreitni og ofbeldi og það liggur fyrir að röng viðbrögð geta haft alvarlegar afleiðingar á líðan þolanda og bataferli hans. Stéttarfélögin þekkja vel hversu algengt er að þolendur upplifi að illa sé tekið á málum þeirra. Það er einnig mjög algengt að þolendur hrökklist úr starfi þegar mál af þessum toga koma upp. Ef grunur er um refsiverð brot er eðlilegt að þau séu kærð til lögreglu, í samráði við þolanda. Forvarnir eru líka lykilþáttur og regluleg fræðsla til stjórnenda og starfsfólks er nauðsynleg og ætti raunar að vera skylda. Málsmeðferð borgarinnar ófullnægjandi Í þætti Kveiks 18. febrúar sl. var fjallað um mál þriggja ungra kvenna sem störfuðu í grunnskóla í Reykjavík og kvörtuðu til borgarinnar undan áreitni og kynferðislegri áreitni aðstoðarskólastjóra. Reykjavíkurborg rannsakaði mál þeirra og varð niðurstaðan sú að aðstoðarskólastjórinn hefði gerst sek um óviðeigandi eða ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitni. Eins og fram kom í þættinum var málinu þar með lokið af hálfu Reykjavíkurborgar sem taldi ekki tilefni til þess að bregðast að öðru leyti við þar sem umrædd háttsemi teldist ekki nægileg ástæða til brottreksturs geranda. Þó mátti vera ljóst að kynferðislega áreitnin fól í sér brot gegn hegningarlögum, enda hefur það nú verið staðfest með dómi. Konurnar hættu allar störfum hjá skólanum en aðstoðarskólastjórinn kom aftur til starfa. Heimildir atvinnurekanda til uppsagnar opinberra starfsmanna Í þættinum var farið yfir ákvæði laga og kjarasamninga um heimild atvinnurekanda til uppsagnar opinberra starfsmanna. Ákvæðin voru sögð óljós og fullyrt að veita þurfi starfsmanni formlega áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar geti komið vegna eineltis-, áreitni eða ofbeldismála. Þetta er ekki rétt. Í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru ákvæði um heimild sveitarfélaga til fyrirvaralausrar uppsagnar og þeim hefur verið beitt af minna tilefni en því sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks. Ákvæðin í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru almennt nánast eins. Í þeim kjarasamningi sem átti við í þessu máli er að finna ákvæði sem segir að starfsmanni skuli víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur verið uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Undirrituð hafa unnið að málum þar sem bæði Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa beitt ákvæðinu. Þó áminningarskylda atvinnurekanda sé meginreglan þegar um er að ræða uppsögn vegna atvika er varðar starfsmann sjálfan er í þessu máli um að ræða gróft brot í starfi þar sem fyrirvaralaus uppsögn á við Áður en slík ákvörðun er tekin þarf að rannsaka mál með fullnægjandi hætti og veita starfsfólki andmælarétt, en heimildin er vissulega til staðar og henni hefur verið beitt. Það er því ekki rétt að opinberir starfsmenn séu verndaðir af lögum eða kjarasamningum ef þeir fremja gróf brot gegn samstarfsfólki, t.d. kynferðisbrot. Það er erfitt að átta sig á því hvernig Reykjavíkurborg getur komist að þeirri niðurstöðu að vera starfsmanns sem vinnur í grunnskóla valdi ekki skaða fyrir starfsemina og aðra starfsmenn skólans þ.m.t. brotaþola þegar vinnuveitandi hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi gerst sekur um alvarlega áreitni. Atvinnurekendur bera ábyrgð Á síðustu árum hafa komið út fjölmargar rannsóknir um kynferðislega áreitni á vinnustöðum sem staðfesta hversu víðtækt vandamálið er, hver það eru sem verða helst fyrir áreitni og hverjir áreita. Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum hefur alltaf viðgengist en #metoo byltingin dró þetta fram í dagsljósið, en yfir 600 konur í ýmsum geirum deildu sögum sínum af áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Mynstrið sem birtist okkur er mjög kynjað. Konur verða í mun meira mæli fyrir áreitni og karlar eru í miklum meirihluta gerenda. Samkvæmt Áfallasögu kvenna (2022), sem er stærsta rannsóknin sem gerð hefur verið, hefur þriðjungur kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni á sínum vinnuferli og 7,5% á núverandi vinnustað. Rannsóknin Valdbeiting á vinnustað (2020) sýnir örlítið lægri tölur, en þar kemur fram að 25% kvenna og 7% karla hafa orðið fyrir áreitni. Ný rannsókn meðal lögreglumanna (2025) sýnir að 46% kvenna hefur orðið fyrir áreitni á síðastliðnum 6 mánuðum. Karlmenn eru í miklum meirihluta gerenda og á það við um yfirmenn (í kringum 50%), samstarfsmenn (á bilinu 30-55%) og viðskiptavini og skjólstæðinga (30-60%). Þegar karlar eru áreittir kynferðislega eru gerendur langoftast utanaðkomandi aðilar, ekki samstarfsfólk eða yfirmenn, t.d. í lögreglunni og í þjónustustörfum. Í málinu sem Kveikur tók til umfjöllunar var gerandinn kona og slík tilvik þekkjast líka, þó þau séu færri. Líkt og með annað kynbundið ofbeldi er rótin að kynferðislegri áreitni oft valdaójafnvægi, en það getur einnig stafað af öðrum þáttum en kyni, og stundum spila margir þættir saman og hafa áhrif. Rannsóknir hafa staðfest að fatlað fólk, hinsegin fólk, yngra fólk og fólk af erlendum uppruna er í meiri hættu á að verða fyrir áreitni og ofbeldi. Atvinnurekandi ber ábyrgð á því að starfsfólk sé öruggt á sínum vinnustað. Honum ber jafnframt að bregðast við ef upp koma aðstæður þar sem svo er ekki. Grípa þarf til viðeigandi ráðstafanna á öllum stigum málsins; þegar tilkynning berst, meðan á rannsókninni stendur og eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þolendur í slíkum málum eiga að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, það ber að halda þeim upplýstum um framgöngu máls og þau eiga að njóta vafans á meðan mál er rannsakað. Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir, Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson, Jenný Þórunn Stefánsdóttir. Höfundar eru lögfræðingar BHM, BSRB, KÍ og Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Dagný Aradóttir Pind Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp. Of algengt er að vinnustaðir taki ekki þá ábyrgð sem þeim ber. Kynferðisleg áreitni á vinnustað er skilgreind sem kynferðisleg áreitni sem starfsmenn verða fyrir í tengslum við starf sitt, þar með talið á starfsmannaskemmtunum. Hvað er kynferðisleg áreitni? Kynferðisleg áreitni getur verið af ýmsum toga. Snertingar og káf, en einnig óviðeigandi spurningar og brandarar, athugasemdir um líkama eða fatnað fólks, kynferðislegar augngotur, óviðeigandi skilaboð og myndsendingar. Lagaramminn er skýr, það er upplifun þolanda sem ræður því hvort um kynferðislega áreitni er að ræða. Það sem sumum gæti fundist grín eða svartur húmor upplifa önnur sem áreitni og ef slíkri hegðun er leyft að viðgangast verða mörkin á því hvað telst eðlileg hegðun óskýr og vinnustaðamenningin litast af því. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að kynferðisleg áreitni, af hvaða toga sem er, líðist ekki í vinnuumhverfinu. Í sumum tilvikum getur kynferðisleg áreitni varðað við almenn hegningarlög og verið refsiverð. Hlutverk stjórnenda Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við og það er útlistað í reglugerð hvaða skyldur hvíla á þeim við meðferð mála. Öll tilvik á að rannsaka með réttlátum og hlutlausum hætti og gæta þess að aðilar máls séu upplýstir í gegnum allt ferlið. Grípa þarf tafarlaust til aðgerða til að tryggja öryggi á vinnustað og sýna þarf nærgætni í málsmeðferð. Sérstaklega þarf að huga að velferð þolanda vegna þess hversu erfitt það getur verið að greina frá áreitni og ofbeldi og það liggur fyrir að röng viðbrögð geta haft alvarlegar afleiðingar á líðan þolanda og bataferli hans. Stéttarfélögin þekkja vel hversu algengt er að þolendur upplifi að illa sé tekið á málum þeirra. Það er einnig mjög algengt að þolendur hrökklist úr starfi þegar mál af þessum toga koma upp. Ef grunur er um refsiverð brot er eðlilegt að þau séu kærð til lögreglu, í samráði við þolanda. Forvarnir eru líka lykilþáttur og regluleg fræðsla til stjórnenda og starfsfólks er nauðsynleg og ætti raunar að vera skylda. Málsmeðferð borgarinnar ófullnægjandi Í þætti Kveiks 18. febrúar sl. var fjallað um mál þriggja ungra kvenna sem störfuðu í grunnskóla í Reykjavík og kvörtuðu til borgarinnar undan áreitni og kynferðislegri áreitni aðstoðarskólastjóra. Reykjavíkurborg rannsakaði mál þeirra og varð niðurstaðan sú að aðstoðarskólastjórinn hefði gerst sek um óviðeigandi eða ósæmilega hegðun og kynferðislega áreitni. Eins og fram kom í þættinum var málinu þar með lokið af hálfu Reykjavíkurborgar sem taldi ekki tilefni til þess að bregðast að öðru leyti við þar sem umrædd háttsemi teldist ekki nægileg ástæða til brottreksturs geranda. Þó mátti vera ljóst að kynferðislega áreitnin fól í sér brot gegn hegningarlögum, enda hefur það nú verið staðfest með dómi. Konurnar hættu allar störfum hjá skólanum en aðstoðarskólastjórinn kom aftur til starfa. Heimildir atvinnurekanda til uppsagnar opinberra starfsmanna Í þættinum var farið yfir ákvæði laga og kjarasamninga um heimild atvinnurekanda til uppsagnar opinberra starfsmanna. Ákvæðin voru sögð óljós og fullyrt að veita þurfi starfsmanni formlega áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar geti komið vegna eineltis-, áreitni eða ofbeldismála. Þetta er ekki rétt. Í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru ákvæði um heimild sveitarfélaga til fyrirvaralausrar uppsagnar og þeim hefur verið beitt af minna tilefni en því sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks. Ákvæðin í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru almennt nánast eins. Í þeim kjarasamningi sem átti við í þessu máli er að finna ákvæði sem segir að starfsmanni skuli víkja úr starfi fyrirvaralaust ef hann hefur verið uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Undirrituð hafa unnið að málum þar sem bæði Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa beitt ákvæðinu. Þó áminningarskylda atvinnurekanda sé meginreglan þegar um er að ræða uppsögn vegna atvika er varðar starfsmann sjálfan er í þessu máli um að ræða gróft brot í starfi þar sem fyrirvaralaus uppsögn á við Áður en slík ákvörðun er tekin þarf að rannsaka mál með fullnægjandi hætti og veita starfsfólki andmælarétt, en heimildin er vissulega til staðar og henni hefur verið beitt. Það er því ekki rétt að opinberir starfsmenn séu verndaðir af lögum eða kjarasamningum ef þeir fremja gróf brot gegn samstarfsfólki, t.d. kynferðisbrot. Það er erfitt að átta sig á því hvernig Reykjavíkurborg getur komist að þeirri niðurstöðu að vera starfsmanns sem vinnur í grunnskóla valdi ekki skaða fyrir starfsemina og aðra starfsmenn skólans þ.m.t. brotaþola þegar vinnuveitandi hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að viðkomandi gerst sekur um alvarlega áreitni. Atvinnurekendur bera ábyrgð Á síðustu árum hafa komið út fjölmargar rannsóknir um kynferðislega áreitni á vinnustöðum sem staðfesta hversu víðtækt vandamálið er, hver það eru sem verða helst fyrir áreitni og hverjir áreita. Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum hefur alltaf viðgengist en #metoo byltingin dró þetta fram í dagsljósið, en yfir 600 konur í ýmsum geirum deildu sögum sínum af áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Mynstrið sem birtist okkur er mjög kynjað. Konur verða í mun meira mæli fyrir áreitni og karlar eru í miklum meirihluta gerenda. Samkvæmt Áfallasögu kvenna (2022), sem er stærsta rannsóknin sem gerð hefur verið, hefur þriðjungur kvenna orðið fyrir kynferðislegri áreitni á sínum vinnuferli og 7,5% á núverandi vinnustað. Rannsóknin Valdbeiting á vinnustað (2020) sýnir örlítið lægri tölur, en þar kemur fram að 25% kvenna og 7% karla hafa orðið fyrir áreitni. Ný rannsókn meðal lögreglumanna (2025) sýnir að 46% kvenna hefur orðið fyrir áreitni á síðastliðnum 6 mánuðum. Karlmenn eru í miklum meirihluta gerenda og á það við um yfirmenn (í kringum 50%), samstarfsmenn (á bilinu 30-55%) og viðskiptavini og skjólstæðinga (30-60%). Þegar karlar eru áreittir kynferðislega eru gerendur langoftast utanaðkomandi aðilar, ekki samstarfsfólk eða yfirmenn, t.d. í lögreglunni og í þjónustustörfum. Í málinu sem Kveikur tók til umfjöllunar var gerandinn kona og slík tilvik þekkjast líka, þó þau séu færri. Líkt og með annað kynbundið ofbeldi er rótin að kynferðislegri áreitni oft valdaójafnvægi, en það getur einnig stafað af öðrum þáttum en kyni, og stundum spila margir þættir saman og hafa áhrif. Rannsóknir hafa staðfest að fatlað fólk, hinsegin fólk, yngra fólk og fólk af erlendum uppruna er í meiri hættu á að verða fyrir áreitni og ofbeldi. Atvinnurekandi ber ábyrgð á því að starfsfólk sé öruggt á sínum vinnustað. Honum ber jafnframt að bregðast við ef upp koma aðstæður þar sem svo er ekki. Grípa þarf til viðeigandi ráðstafanna á öllum stigum málsins; þegar tilkynning berst, meðan á rannsókninni stendur og eftir að niðurstaða liggur fyrir. Þolendur í slíkum málum eiga að fá þann stuðning sem þau þurfa á að halda, það ber að halda þeim upplýstum um framgöngu máls og þau eiga að njóta vafans á meðan mál er rannsakað. Andri Valur Ívarsson, Anna Rós Sigmundsdóttir, Dagný Aradóttir Pind, Hrannar Már Gunnarsson, Jenný Þórunn Stefánsdóttir. Höfundar eru lögfræðingar BHM, BSRB, KÍ og Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun