Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar 19. febrúar 2025 12:02 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Erlingur Erlingsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun