Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta. Ritari er enginn sérfræðingur í að virðismeta annað fólk eða stéttir en telur rétt að byggja á þeim grunni sem kjararáð hefur mótað varðandi hugleiðingar sínar um virðismat. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar kjararáð hefur þegar fundið það upp. Um virðismat kennara segir að það eigi að meta fjóra grunnþætti. Í fyrsta lagi þekkingu og færni, í öðru lagi álag og reynslu, í þriðja lagi ábyrgð og í fjórða lagi vinnuaðstæður. Þetta virðast vera svipaðir þættir og kjararáð hafði til grundvallar sínum mötum. Sambærilegar stéttir Ein leið varðandi virðismat, sem telja má rökræna enda byggir hún á grunni kjararáðs, væri að miða laun kennara við þá sem hafa verið virðismetnir af kjararáði og hafa jafnframt eitthvað sambærilegt með kennurum. Hverjir hafa t.d. setið jafn lengi í háskóla og kennarar til að öðlast réttindi og verið jafnframt virðismetnir af kjararáði? T.d. hæstaréttardómarar. Oft er rætt um frí kennara, svo rétt er að huga að fólki sem hefur jóla-, páska- og sumarfrí í lengra lagi, eins og kennarar almennt höfðu en eitthvað hefur dregið úr því frá því að ritari var í barnaskóla. Alþingismenn hafa nokkuð víðtæk frí. Til samræmis við framangreint má því, með einhvers konar samanburðarmati, bera saman laun kennara við laun dómara og alþingismanna. Matið er þá byggt á viðmiðum helstu sérfræðingum landsins um virðismat á tilteknum stéttum. Samkvæmt kjararáði, 2015, voru laun hæstaréttardómara m.a. byggð á málafjölda. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2015 voru kveðnir upp 761 dómur. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2023 voru dæmd mál 51. Árið 2015 voru hæstaréttardómarar 9-10 en 7 árið 2023. Fyrrum hæstaréttardómari hefur sagt að starfshlutfallið sé nú um 25%, miðað við það sem það var áður, en látum það liggja á milli hluta þó telja megi nokkuð víst að dómarinn hafi rétt fyrir sér þar sem hann þekkir vel til málsins. Kennaranám er fimm ár og laganám til að öðlast réttindi til að vera dómari er jafn langt. Virðismat á launum dómaranna 2015 var með þeim hætti að rétt væri að greiða þeim um krónur 1.300.000 auk fastra 48 eininga á mánuði vegna yfirvinnu. Mánaðarlaun dómaranna eru í dag um kr. 2.500.000. Laun kennara eru eitthvað lægri. Eru kennarar minna virði en dómarar? Ef svo er, á hverju er það byggt? Hérna væri einnig hægt að byggja á því sem nefna mætti öfugt virðismat og spyrja hvers vegna laun kennara séu eða eigi að vera lægri en hæstaréttardómara? Samkvæmt lögum nr. 4/1964 voru árslaun alþingismanna kr. 132.000. Laun gagnfræðaskólakennara voru á sama tíma um kr. 113.000-137.000. Laun þingmanna á mánuði eru nú um kr. 1.600.000 plús. Laun þessi eru byggð á virðismati kjararáðs. Laun kennara eru eitthvað lægri en laun alþingismanna. Laun kennara virðast ekki hafa hækkað til samræmis við laun þingmanna, ef tekið er mið af launum 1964. Hefur virði kennara minnkað, með árunum, miðað við virði þingmanna? Hvað veldur minna virði, ef svo er? Hefur kannski virði þingmanna aukist frá 1964? Hvernig kom þessi aukni virðismunur til? Rétt er að skoða kennara, dómara og alþingismenn með forsendum um virðismat á kennurum. Miðað við framangreint, sem fyrrverandi hæstaréttardómari sagði um núverandi álag hjá hæstaréttardómurum, þá má telja að álagið sé tölvert meira hjá kennurum en hæstaréttardómurum. Um álag á þingmönnum, sem ber að setja lög má segja að það er kannski minna en ella þar sem stór hluti af lagagerð fer fram hjá Evrópusambandinu og framkvæmdarvaldinu. Líklega er álagið meira hjá kennurum. Um þekkingu og færni má segja að bæði dómarar og kennarar komust í gegnum einhverja fræðslu til að öðlast réttindi til starfanna. Ekki er krafist sérstakts prófs sem sýnir fram á þekkingu og færni alþingismanna. Telja verður dómara og kennara jafnsetta varðandi þekkingu og færni, en minna er vitað um alþingismennina. Þó verður að setja þann fyrirvara að dómarar og alþingismenn vinna í umhverfi þar sem allt fer fram á íslensku en svo er ekki ávallt hjá kennurum. Ábyrgð allra þessara aðila er þó nokkur, þó auðvitað megi deila um það, og vinnuaðstæður líklega ágætar, enda nýbúið að byggja hús undir alþingismenn og ekki svo langt síðan að nýtt hús var byggt fyrir Hæstarétt og skólarnir margir ef ekki allir hinar bestu byggingar. Virðismatið ætti því að vera nokkuð líkt, og varla ætti þá mikill munur að vera á launum á kennara og framangreindra stétta, nema telja má að kennarar ættu að hafa ívið hærri laun en hinar stéttirnar. Jafnvel þó nokkuð hærri. Annars konar virðismat og spurning um stöðu og völd Enn eitt virðismat mætti koma fram með sem byggist á því hvort það myndi breyta einhverju ef framangreindum aðilum væri fækkað um helming. Virðið hlýtur að einhverju leyti að felast í þörfinni. Hvað myndi breytast ef þingmönnum væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef dómurum í Hæstarétti væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef kennurum væri fækka um helming? Svari hver fyrir sig. Svo gæti virðismat t.d. verið byggt á eftirspurn. Hægt væri að spyrja, eftir hverjum af framangreindum stéttum er mest eftirspurn og hvar er mest framboðið? Ættu launin eins og aðrar „vörur“ ekki að fara eftir framboði og eftirspurn? Er ekki umfram framboð hjá framangreindum stéttum, nema hjá kennurunum, þar sem eftirspurn virðist vera umfram framboð? Ætti umfram eftirspurn ekki að þýða hærri laun? Af framangreindu má sjá að það er hægt að koma fram með mismunandi virðismöt og mismunandi forsendur. Virðismötin virðast þó öll hallast að því að laun kennara ættu að vera hærri en framangreindra stétta. Svo getur verið að það sé tímaeyðsla að framkvæma virðismöt vegna mismunandi „stöðu og valda“? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta. Ritari er enginn sérfræðingur í að virðismeta annað fólk eða stéttir en telur rétt að byggja á þeim grunni sem kjararáð hefur mótað varðandi hugleiðingar sínar um virðismat. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar kjararáð hefur þegar fundið það upp. Um virðismat kennara segir að það eigi að meta fjóra grunnþætti. Í fyrsta lagi þekkingu og færni, í öðru lagi álag og reynslu, í þriðja lagi ábyrgð og í fjórða lagi vinnuaðstæður. Þetta virðast vera svipaðir þættir og kjararáð hafði til grundvallar sínum mötum. Sambærilegar stéttir Ein leið varðandi virðismat, sem telja má rökræna enda byggir hún á grunni kjararáðs, væri að miða laun kennara við þá sem hafa verið virðismetnir af kjararáði og hafa jafnframt eitthvað sambærilegt með kennurum. Hverjir hafa t.d. setið jafn lengi í háskóla og kennarar til að öðlast réttindi og verið jafnframt virðismetnir af kjararáði? T.d. hæstaréttardómarar. Oft er rætt um frí kennara, svo rétt er að huga að fólki sem hefur jóla-, páska- og sumarfrí í lengra lagi, eins og kennarar almennt höfðu en eitthvað hefur dregið úr því frá því að ritari var í barnaskóla. Alþingismenn hafa nokkuð víðtæk frí. Til samræmis við framangreint má því, með einhvers konar samanburðarmati, bera saman laun kennara við laun dómara og alþingismanna. Matið er þá byggt á viðmiðum helstu sérfræðingum landsins um virðismat á tilteknum stéttum. Samkvæmt kjararáði, 2015, voru laun hæstaréttardómara m.a. byggð á málafjölda. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2015 voru kveðnir upp 761 dómur. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2023 voru dæmd mál 51. Árið 2015 voru hæstaréttardómarar 9-10 en 7 árið 2023. Fyrrum hæstaréttardómari hefur sagt að starfshlutfallið sé nú um 25%, miðað við það sem það var áður, en látum það liggja á milli hluta þó telja megi nokkuð víst að dómarinn hafi rétt fyrir sér þar sem hann þekkir vel til málsins. Kennaranám er fimm ár og laganám til að öðlast réttindi til að vera dómari er jafn langt. Virðismat á launum dómaranna 2015 var með þeim hætti að rétt væri að greiða þeim um krónur 1.300.000 auk fastra 48 eininga á mánuði vegna yfirvinnu. Mánaðarlaun dómaranna eru í dag um kr. 2.500.000. Laun kennara eru eitthvað lægri. Eru kennarar minna virði en dómarar? Ef svo er, á hverju er það byggt? Hérna væri einnig hægt að byggja á því sem nefna mætti öfugt virðismat og spyrja hvers vegna laun kennara séu eða eigi að vera lægri en hæstaréttardómara? Samkvæmt lögum nr. 4/1964 voru árslaun alþingismanna kr. 132.000. Laun gagnfræðaskólakennara voru á sama tíma um kr. 113.000-137.000. Laun þingmanna á mánuði eru nú um kr. 1.600.000 plús. Laun þessi eru byggð á virðismati kjararáðs. Laun kennara eru eitthvað lægri en laun alþingismanna. Laun kennara virðast ekki hafa hækkað til samræmis við laun þingmanna, ef tekið er mið af launum 1964. Hefur virði kennara minnkað, með árunum, miðað við virði þingmanna? Hvað veldur minna virði, ef svo er? Hefur kannski virði þingmanna aukist frá 1964? Hvernig kom þessi aukni virðismunur til? Rétt er að skoða kennara, dómara og alþingismenn með forsendum um virðismat á kennurum. Miðað við framangreint, sem fyrrverandi hæstaréttardómari sagði um núverandi álag hjá hæstaréttardómurum, þá má telja að álagið sé tölvert meira hjá kennurum en hæstaréttardómurum. Um álag á þingmönnum, sem ber að setja lög má segja að það er kannski minna en ella þar sem stór hluti af lagagerð fer fram hjá Evrópusambandinu og framkvæmdarvaldinu. Líklega er álagið meira hjá kennurum. Um þekkingu og færni má segja að bæði dómarar og kennarar komust í gegnum einhverja fræðslu til að öðlast réttindi til starfanna. Ekki er krafist sérstakts prófs sem sýnir fram á þekkingu og færni alþingismanna. Telja verður dómara og kennara jafnsetta varðandi þekkingu og færni, en minna er vitað um alþingismennina. Þó verður að setja þann fyrirvara að dómarar og alþingismenn vinna í umhverfi þar sem allt fer fram á íslensku en svo er ekki ávallt hjá kennurum. Ábyrgð allra þessara aðila er þó nokkur, þó auðvitað megi deila um það, og vinnuaðstæður líklega ágætar, enda nýbúið að byggja hús undir alþingismenn og ekki svo langt síðan að nýtt hús var byggt fyrir Hæstarétt og skólarnir margir ef ekki allir hinar bestu byggingar. Virðismatið ætti því að vera nokkuð líkt, og varla ætti þá mikill munur að vera á launum á kennara og framangreindra stétta, nema telja má að kennarar ættu að hafa ívið hærri laun en hinar stéttirnar. Jafnvel þó nokkuð hærri. Annars konar virðismat og spurning um stöðu og völd Enn eitt virðismat mætti koma fram með sem byggist á því hvort það myndi breyta einhverju ef framangreindum aðilum væri fækkað um helming. Virðið hlýtur að einhverju leyti að felast í þörfinni. Hvað myndi breytast ef þingmönnum væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef dómurum í Hæstarétti væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef kennurum væri fækka um helming? Svari hver fyrir sig. Svo gæti virðismat t.d. verið byggt á eftirspurn. Hægt væri að spyrja, eftir hverjum af framangreindum stéttum er mest eftirspurn og hvar er mest framboðið? Ættu launin eins og aðrar „vörur“ ekki að fara eftir framboði og eftirspurn? Er ekki umfram framboð hjá framangreindum stéttum, nema hjá kennurunum, þar sem eftirspurn virðist vera umfram framboð? Ætti umfram eftirspurn ekki að þýða hærri laun? Af framangreindu má sjá að það er hægt að koma fram með mismunandi virðismöt og mismunandi forsendur. Virðismötin virðast þó öll hallast að því að laun kennara ættu að vera hærri en framangreindra stétta. Svo getur verið að það sé tímaeyðsla að framkvæma virðismöt vegna mismunandi „stöðu og valda“? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar