Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta. Ritari er enginn sérfræðingur í að virðismeta annað fólk eða stéttir en telur rétt að byggja á þeim grunni sem kjararáð hefur mótað varðandi hugleiðingar sínar um virðismat. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar kjararáð hefur þegar fundið það upp. Um virðismat kennara segir að það eigi að meta fjóra grunnþætti. Í fyrsta lagi þekkingu og færni, í öðru lagi álag og reynslu, í þriðja lagi ábyrgð og í fjórða lagi vinnuaðstæður. Þetta virðast vera svipaðir þættir og kjararáð hafði til grundvallar sínum mötum. Sambærilegar stéttir Ein leið varðandi virðismat, sem telja má rökræna enda byggir hún á grunni kjararáðs, væri að miða laun kennara við þá sem hafa verið virðismetnir af kjararáði og hafa jafnframt eitthvað sambærilegt með kennurum. Hverjir hafa t.d. setið jafn lengi í háskóla og kennarar til að öðlast réttindi og verið jafnframt virðismetnir af kjararáði? T.d. hæstaréttardómarar. Oft er rætt um frí kennara, svo rétt er að huga að fólki sem hefur jóla-, páska- og sumarfrí í lengra lagi, eins og kennarar almennt höfðu en eitthvað hefur dregið úr því frá því að ritari var í barnaskóla. Alþingismenn hafa nokkuð víðtæk frí. Til samræmis við framangreint má því, með einhvers konar samanburðarmati, bera saman laun kennara við laun dómara og alþingismanna. Matið er þá byggt á viðmiðum helstu sérfræðingum landsins um virðismat á tilteknum stéttum. Samkvæmt kjararáði, 2015, voru laun hæstaréttardómara m.a. byggð á málafjölda. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2015 voru kveðnir upp 761 dómur. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2023 voru dæmd mál 51. Árið 2015 voru hæstaréttardómarar 9-10 en 7 árið 2023. Fyrrum hæstaréttardómari hefur sagt að starfshlutfallið sé nú um 25%, miðað við það sem það var áður, en látum það liggja á milli hluta þó telja megi nokkuð víst að dómarinn hafi rétt fyrir sér þar sem hann þekkir vel til málsins. Kennaranám er fimm ár og laganám til að öðlast réttindi til að vera dómari er jafn langt. Virðismat á launum dómaranna 2015 var með þeim hætti að rétt væri að greiða þeim um krónur 1.300.000 auk fastra 48 eininga á mánuði vegna yfirvinnu. Mánaðarlaun dómaranna eru í dag um kr. 2.500.000. Laun kennara eru eitthvað lægri. Eru kennarar minna virði en dómarar? Ef svo er, á hverju er það byggt? Hérna væri einnig hægt að byggja á því sem nefna mætti öfugt virðismat og spyrja hvers vegna laun kennara séu eða eigi að vera lægri en hæstaréttardómara? Samkvæmt lögum nr. 4/1964 voru árslaun alþingismanna kr. 132.000. Laun gagnfræðaskólakennara voru á sama tíma um kr. 113.000-137.000. Laun þingmanna á mánuði eru nú um kr. 1.600.000 plús. Laun þessi eru byggð á virðismati kjararáðs. Laun kennara eru eitthvað lægri en laun alþingismanna. Laun kennara virðast ekki hafa hækkað til samræmis við laun þingmanna, ef tekið er mið af launum 1964. Hefur virði kennara minnkað, með árunum, miðað við virði þingmanna? Hvað veldur minna virði, ef svo er? Hefur kannski virði þingmanna aukist frá 1964? Hvernig kom þessi aukni virðismunur til? Rétt er að skoða kennara, dómara og alþingismenn með forsendum um virðismat á kennurum. Miðað við framangreint, sem fyrrverandi hæstaréttardómari sagði um núverandi álag hjá hæstaréttardómurum, þá má telja að álagið sé tölvert meira hjá kennurum en hæstaréttardómurum. Um álag á þingmönnum, sem ber að setja lög má segja að það er kannski minna en ella þar sem stór hluti af lagagerð fer fram hjá Evrópusambandinu og framkvæmdarvaldinu. Líklega er álagið meira hjá kennurum. Um þekkingu og færni má segja að bæði dómarar og kennarar komust í gegnum einhverja fræðslu til að öðlast réttindi til starfanna. Ekki er krafist sérstakts prófs sem sýnir fram á þekkingu og færni alþingismanna. Telja verður dómara og kennara jafnsetta varðandi þekkingu og færni, en minna er vitað um alþingismennina. Þó verður að setja þann fyrirvara að dómarar og alþingismenn vinna í umhverfi þar sem allt fer fram á íslensku en svo er ekki ávallt hjá kennurum. Ábyrgð allra þessara aðila er þó nokkur, þó auðvitað megi deila um það, og vinnuaðstæður líklega ágætar, enda nýbúið að byggja hús undir alþingismenn og ekki svo langt síðan að nýtt hús var byggt fyrir Hæstarétt og skólarnir margir ef ekki allir hinar bestu byggingar. Virðismatið ætti því að vera nokkuð líkt, og varla ætti þá mikill munur að vera á launum á kennara og framangreindra stétta, nema telja má að kennarar ættu að hafa ívið hærri laun en hinar stéttirnar. Jafnvel þó nokkuð hærri. Annars konar virðismat og spurning um stöðu og völd Enn eitt virðismat mætti koma fram með sem byggist á því hvort það myndi breyta einhverju ef framangreindum aðilum væri fækkað um helming. Virðið hlýtur að einhverju leyti að felast í þörfinni. Hvað myndi breytast ef þingmönnum væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef dómurum í Hæstarétti væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef kennurum væri fækka um helming? Svari hver fyrir sig. Svo gæti virðismat t.d. verið byggt á eftirspurn. Hægt væri að spyrja, eftir hverjum af framangreindum stéttum er mest eftirspurn og hvar er mest framboðið? Ættu launin eins og aðrar „vörur“ ekki að fara eftir framboði og eftirspurn? Er ekki umfram framboð hjá framangreindum stéttum, nema hjá kennurunum, þar sem eftirspurn virðist vera umfram framboð? Ætti umfram eftirspurn ekki að þýða hærri laun? Af framangreindu má sjá að það er hægt að koma fram með mismunandi virðismöt og mismunandi forsendur. Virðismötin virðast þó öll hallast að því að laun kennara ættu að vera hærri en framangreindra stétta. Svo getur verið að það sé tímaeyðsla að framkvæma virðismöt vegna mismunandi „stöðu og valda“? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta. Ritari er enginn sérfræðingur í að virðismeta annað fólk eða stéttir en telur rétt að byggja á þeim grunni sem kjararáð hefur mótað varðandi hugleiðingar sínar um virðismat. Óþarfi er að finna upp hjólið þegar kjararáð hefur þegar fundið það upp. Um virðismat kennara segir að það eigi að meta fjóra grunnþætti. Í fyrsta lagi þekkingu og færni, í öðru lagi álag og reynslu, í þriðja lagi ábyrgð og í fjórða lagi vinnuaðstæður. Þetta virðast vera svipaðir þættir og kjararáð hafði til grundvallar sínum mötum. Sambærilegar stéttir Ein leið varðandi virðismat, sem telja má rökræna enda byggir hún á grunni kjararáðs, væri að miða laun kennara við þá sem hafa verið virðismetnir af kjararáði og hafa jafnframt eitthvað sambærilegt með kennurum. Hverjir hafa t.d. setið jafn lengi í háskóla og kennarar til að öðlast réttindi og verið jafnframt virðismetnir af kjararáði? T.d. hæstaréttardómarar. Oft er rætt um frí kennara, svo rétt er að huga að fólki sem hefur jóla-, páska- og sumarfrí í lengra lagi, eins og kennarar almennt höfðu en eitthvað hefur dregið úr því frá því að ritari var í barnaskóla. Alþingismenn hafa nokkuð víðtæk frí. Til samræmis við framangreint má því, með einhvers konar samanburðarmati, bera saman laun kennara við laun dómara og alþingismanna. Matið er þá byggt á viðmiðum helstu sérfræðingum landsins um virðismat á tilteknum stéttum. Samkvæmt kjararáði, 2015, voru laun hæstaréttardómara m.a. byggð á málafjölda. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2015 voru kveðnir upp 761 dómur. Samkvæmt árskýrslu réttarins 2023 voru dæmd mál 51. Árið 2015 voru hæstaréttardómarar 9-10 en 7 árið 2023. Fyrrum hæstaréttardómari hefur sagt að starfshlutfallið sé nú um 25%, miðað við það sem það var áður, en látum það liggja á milli hluta þó telja megi nokkuð víst að dómarinn hafi rétt fyrir sér þar sem hann þekkir vel til málsins. Kennaranám er fimm ár og laganám til að öðlast réttindi til að vera dómari er jafn langt. Virðismat á launum dómaranna 2015 var með þeim hætti að rétt væri að greiða þeim um krónur 1.300.000 auk fastra 48 eininga á mánuði vegna yfirvinnu. Mánaðarlaun dómaranna eru í dag um kr. 2.500.000. Laun kennara eru eitthvað lægri. Eru kennarar minna virði en dómarar? Ef svo er, á hverju er það byggt? Hérna væri einnig hægt að byggja á því sem nefna mætti öfugt virðismat og spyrja hvers vegna laun kennara séu eða eigi að vera lægri en hæstaréttardómara? Samkvæmt lögum nr. 4/1964 voru árslaun alþingismanna kr. 132.000. Laun gagnfræðaskólakennara voru á sama tíma um kr. 113.000-137.000. Laun þingmanna á mánuði eru nú um kr. 1.600.000 plús. Laun þessi eru byggð á virðismati kjararáðs. Laun kennara eru eitthvað lægri en laun alþingismanna. Laun kennara virðast ekki hafa hækkað til samræmis við laun þingmanna, ef tekið er mið af launum 1964. Hefur virði kennara minnkað, með árunum, miðað við virði þingmanna? Hvað veldur minna virði, ef svo er? Hefur kannski virði þingmanna aukist frá 1964? Hvernig kom þessi aukni virðismunur til? Rétt er að skoða kennara, dómara og alþingismenn með forsendum um virðismat á kennurum. Miðað við framangreint, sem fyrrverandi hæstaréttardómari sagði um núverandi álag hjá hæstaréttardómurum, þá má telja að álagið sé tölvert meira hjá kennurum en hæstaréttardómurum. Um álag á þingmönnum, sem ber að setja lög má segja að það er kannski minna en ella þar sem stór hluti af lagagerð fer fram hjá Evrópusambandinu og framkvæmdarvaldinu. Líklega er álagið meira hjá kennurum. Um þekkingu og færni má segja að bæði dómarar og kennarar komust í gegnum einhverja fræðslu til að öðlast réttindi til starfanna. Ekki er krafist sérstakts prófs sem sýnir fram á þekkingu og færni alþingismanna. Telja verður dómara og kennara jafnsetta varðandi þekkingu og færni, en minna er vitað um alþingismennina. Þó verður að setja þann fyrirvara að dómarar og alþingismenn vinna í umhverfi þar sem allt fer fram á íslensku en svo er ekki ávallt hjá kennurum. Ábyrgð allra þessara aðila er þó nokkur, þó auðvitað megi deila um það, og vinnuaðstæður líklega ágætar, enda nýbúið að byggja hús undir alþingismenn og ekki svo langt síðan að nýtt hús var byggt fyrir Hæstarétt og skólarnir margir ef ekki allir hinar bestu byggingar. Virðismatið ætti því að vera nokkuð líkt, og varla ætti þá mikill munur að vera á launum á kennara og framangreindra stétta, nema telja má að kennarar ættu að hafa ívið hærri laun en hinar stéttirnar. Jafnvel þó nokkuð hærri. Annars konar virðismat og spurning um stöðu og völd Enn eitt virðismat mætti koma fram með sem byggist á því hvort það myndi breyta einhverju ef framangreindum aðilum væri fækkað um helming. Virðið hlýtur að einhverju leyti að felast í þörfinni. Hvað myndi breytast ef þingmönnum væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef dómurum í Hæstarétti væri fækkað um helming? Hvað myndi breytast ef kennurum væri fækka um helming? Svari hver fyrir sig. Svo gæti virðismat t.d. verið byggt á eftirspurn. Hægt væri að spyrja, eftir hverjum af framangreindum stéttum er mest eftirspurn og hvar er mest framboðið? Ættu launin eins og aðrar „vörur“ ekki að fara eftir framboði og eftirspurn? Er ekki umfram framboð hjá framangreindum stéttum, nema hjá kennurunum, þar sem eftirspurn virðist vera umfram framboð? Ætti umfram eftirspurn ekki að þýða hærri laun? Af framangreindu má sjá að það er hægt að koma fram með mismunandi virðismöt og mismunandi forsendur. Virðismötin virðast þó öll hallast að því að laun kennara ættu að vera hærri en framangreindra stétta. Svo getur verið að það sé tímaeyðsla að framkvæma virðismöt vegna mismunandi „stöðu og valda“? Höfundur er lögmaður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar