Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:03 Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun