Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar 17. febrúar 2025 12:00 Ef þú myndir spyrja dóttur mína Lailu Sif hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór þá mun hún segja þér að hún ætli að verða kennari. Það er yndisleg tilfinning að sjá hana taka hálf-fullorðna nemendur mína upp að töflu og láta þau reikna erfiðu stærðfræðidæmin sem hún gerir sjálf í þriðja bekk; 3 sinnum 5, 115 plús 45, 30 epli mínus 14, og svo framvegis. Hún var um daginn sjálf nýkomin úr foreldraviðtali í eigin skóla, kom með mér í minn skóla, settist við hliðina á 17 ára stelpu með blað og blýant og spurði „hvernig líður þér?“. Ég held að hún yrði frábær kennari og mér liði vel með að vita af henni í eilífðar skólanum eins og pabbi sinn. Þetta er nefnilega best í heimi; að vinna með og að hafa áhrif á ungt fólk. Ég get ekki lýst því hvað það er gefandi, skemmtilegt, fjölbreytt en líka krefjandi, þreytandi og stundum átakanlegt að vera hleypt inn í líf ungs fólks og vera treyst fyrir þeim. Hefði Messi orðið bestur í heimi ef hann hefði verið með lélega þjálfara? Við þekkjum það úr íþróttunum að þjálfarinn er mikilvægur fyrir þroska leikmannsins. Ef þú lest viðtöl við flest af okkar besta íþróttafólki nefnir það stuðning fjölskyldunnar númer eitt og svo þjálfarana númer tvö. Þjálfarinn sem er afskiptalaus, nennir ekki að spjalla, nennir ekki að hvetja, vill bara setja upp sínar keilur, keyra sína æfingu og fara svo heim án þess að horfa í augun á neinum - hann er ekki að fara að móta neinn. Oft kallaður keiluþjálfari. Nútímaþjálfarinn er fær í mannlegum samskiptum og er markþjálfi, sálfræðingur, leikgreinir, læknir, íþróttafræðingur og er stanslaust að afla sér nýrrar þekkingar. Hann veit að ef hann býr til umhverfi fyrir leikmanninn til að þrífast þá mun hann þrífast. Hann kveikir neistann en slekkur ekki í honum. Nútímakennarinn er að búa til sjálfstraust, hugrekki og áhuga nemendans til að vilja læra meira. Kveikja þennan neista, skapa vilja til að læra, selja áhuga á að kafa dýpra í efnið, kenna börnum hvernig á að líða vel. Lærdómur á ekki að vera dómur, það á að vera lífstíll og hluti af sjálfinu okkar að afla okkur nýrrar þekkingar. Og eins og þjálfarinn þá getur góður kennari kveikt þennan neista og lélegur kennari getur auðveldlega slökkt hann. Minn aðal ótti er einmitt að falla í andstæðuna við nútímakennarann; að standa þarna uppi á töflu og tala endalaust út í loftið án þess að nokkur nenni mér því ég er sjálfur svo áhugalaus, leggja svo fyrir krossaprófið sem allir hata, þola ekki vinnuna mína, sofna fúll öll kvöld og endurtaka svo leikinn næsta dag. Þá einfaldlega þarf ég að stíga til hliðar og finna mér annað að gera en að kenna. Það þarf nefnilega að búa til pláss fyrir góða fólkið og það er dauðafæri að gera það núna. Mótunaraðilar í lífi barns þíns skipta máli. Það þarf að koma næstu kynslóð enn hærra en þeirri fyrri - við eigum öll að vera foreldrabetrungar og þess vegna þurfum við okkar besta fólk í samfélaginu til vinna með ungu fólki. Við eigum að vera með sérfræðinga með börnunum. Klárt fólk. Faglært fólk. Fólk sem hlakkar til að mæta í vinnuna. Fólk sem brennur fyrir starf sitt og er stanslaust að uppfæra sig. Okkar besta fólk á að vera í kennslu. Þannig tökum við næsta skref sem samfélag. Hvernig fáum við fleiri kennara? Vandamálið er samt að ég er að horfa á stéttina mína hverfa hægt og bítandi því sama hvað fólk segir um fimm mánaða sumarfríið mitt, þriggja mánaða jólafríið, fjögurra mánaða páskafríið og öll níu vetrarfríin, þá er það greinilega ekki það sem trekkir að. Fólk er bara ekki að slást um lausar stöður í skólum, þrátt fyrir að kennarar virðist vera í fríi 13 mánuði af 12 miðað við það sem ég heyri. Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum er búið að breytast úr 96% þegar ég var sjálfur í grunnskóla niður í 81% nú þegar dóttir mín er þar. Á leikskólum eru leikskólakennarar nú 24% af starfsfólki á leikskóla en þeir voru 37% þegar dóttir mín fæddist. Réttindalausum kennurum í framhaldsskóla hefur fjölgað um 37% síðan ég útskrifaðist úr FB. Þetta ferli er hræðilegur spírall sem það verður erfiðara að snúa við eftir því sem tíminn líður. Það á að vera vel launað að þroska ungt fólk og það á að vera hvati fyrir ungt fólk að vilja verða kennarar. Það á að vera erfitt að verða kennari. Það á að vera erfitt að starfa sem kennari. Það á að vera auðvelt að skipta út kennurum sem nenna þessu ekki lengur [skoðun mín á verndun stjórnsýslulaga á starfsöryggi opinberra starfsmanna er kannski efni í annan pistil]. Framtíð landsins er í húfi og allt þarf að hækka hjá þeim sem koma að menntun barna, ekki bara laun heldur líka standardinn. Uppfæra flotann og manna bátana betur. Við getum fengið meira af okkar besta fólki í skólana með því að hækka launin. Peningar tala nefnilega. Í kjölfarið á því kemur meira af hæfara fólki inn. Í kjölfarið á því hækkar standardinn. Í kjölfarið verðum við betri í samanburði við aðra. Þessar staðhæfingar eru ekki úr lausu lofti gripnar því að svona þjóðarsáttmálar hafa verið gerðir í ríkjum í kringum okkur, þau ríki sem við viljum miða okkur við. Skref hafa verið tekin í rétta átt en það hefur bara ekki verið staðið við loforðin. Lenging kennaranámsins 2007 átti að skila launahækkunum sem komu ekki; samkomulagi um skerðingu lífeyrisréttinda 2016 átti að fylgja launahækkanir sem viðsemjendur (umbjóðendur okkar allra - ríki og sveitarfélög) virðast ætla að svíkja. Það er brostið traust og eðlilega er þá gripið til þeirra fáu vopna sem launfólk hefur - að neita að mæta í vinnuna. Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Dóttir mín yrði örugglega frábær kennari og ég á eftir að opna dyrnar fyrir henni að vinna með ungu fólki. Kannski ákveður hún svo eitthvað allt annað og ég mun styðja hana í öllu sama inn um hvaða dyr hún fer. Mig langar að hún haldi áfram að horfa upp til kennara og skóla og elski að læra áfram. Ég er bara svo hræddur um að hún endi á að segja mér, eins og svo margir klárustu vinir mínir hafa sagt mér, „sko mig langar alveg að verða kennari en ég bara get ekki hugsað mér launin,“ og það er alveg rétt hjá þeim. Hugarfarið hefur verið full mikið í „æj, ég fer þá bara að kenna“ og við þurfum að breyta því í „ég ætla að fara að kenna“ og með því kemur þetta hjá okkur á ekkert of mörgum árum. Eða ég held það allavega. Við sem samfélag þurfum að ákveða hvort að við ætlum að vera metnaðarfull fyrir börnin okkar eða ekki. Þetta er ekki spurning um einhverja letingja í kulnun sem vilja gráðugir grípa í hærri laun fyrir ekkert. Hugsum lengra og dýpra en það. Stöndum sem samfélag með kennurum og tökum saman ákvörðun um að gera samfélagið betra til lengri tíma. Viðsemjendur kennara erum við öll, samninganefnd ríkis og sveitarfélaga starfa í umboði okkar allra. Við erum að semja við kennara, ekki þau. Ég mun, sem foreldri barns á leikskóla í Kópavogi, standa þétt við bakið á þeim frábæru og metnaðarfullu kennurum sem fara í verkfall 3. mars og ég mun öskra enn hærra fyrir þeirra hönd á næstu vikum. Höfundur er faðir og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ef þú myndir spyrja dóttur mína Lailu Sif hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór þá mun hún segja þér að hún ætli að verða kennari. Það er yndisleg tilfinning að sjá hana taka hálf-fullorðna nemendur mína upp að töflu og láta þau reikna erfiðu stærðfræðidæmin sem hún gerir sjálf í þriðja bekk; 3 sinnum 5, 115 plús 45, 30 epli mínus 14, og svo framvegis. Hún var um daginn sjálf nýkomin úr foreldraviðtali í eigin skóla, kom með mér í minn skóla, settist við hliðina á 17 ára stelpu með blað og blýant og spurði „hvernig líður þér?“. Ég held að hún yrði frábær kennari og mér liði vel með að vita af henni í eilífðar skólanum eins og pabbi sinn. Þetta er nefnilega best í heimi; að vinna með og að hafa áhrif á ungt fólk. Ég get ekki lýst því hvað það er gefandi, skemmtilegt, fjölbreytt en líka krefjandi, þreytandi og stundum átakanlegt að vera hleypt inn í líf ungs fólks og vera treyst fyrir þeim. Hefði Messi orðið bestur í heimi ef hann hefði verið með lélega þjálfara? Við þekkjum það úr íþróttunum að þjálfarinn er mikilvægur fyrir þroska leikmannsins. Ef þú lest viðtöl við flest af okkar besta íþróttafólki nefnir það stuðning fjölskyldunnar númer eitt og svo þjálfarana númer tvö. Þjálfarinn sem er afskiptalaus, nennir ekki að spjalla, nennir ekki að hvetja, vill bara setja upp sínar keilur, keyra sína æfingu og fara svo heim án þess að horfa í augun á neinum - hann er ekki að fara að móta neinn. Oft kallaður keiluþjálfari. Nútímaþjálfarinn er fær í mannlegum samskiptum og er markþjálfi, sálfræðingur, leikgreinir, læknir, íþróttafræðingur og er stanslaust að afla sér nýrrar þekkingar. Hann veit að ef hann býr til umhverfi fyrir leikmanninn til að þrífast þá mun hann þrífast. Hann kveikir neistann en slekkur ekki í honum. Nútímakennarinn er að búa til sjálfstraust, hugrekki og áhuga nemendans til að vilja læra meira. Kveikja þennan neista, skapa vilja til að læra, selja áhuga á að kafa dýpra í efnið, kenna börnum hvernig á að líða vel. Lærdómur á ekki að vera dómur, það á að vera lífstíll og hluti af sjálfinu okkar að afla okkur nýrrar þekkingar. Og eins og þjálfarinn þá getur góður kennari kveikt þennan neista og lélegur kennari getur auðveldlega slökkt hann. Minn aðal ótti er einmitt að falla í andstæðuna við nútímakennarann; að standa þarna uppi á töflu og tala endalaust út í loftið án þess að nokkur nenni mér því ég er sjálfur svo áhugalaus, leggja svo fyrir krossaprófið sem allir hata, þola ekki vinnuna mína, sofna fúll öll kvöld og endurtaka svo leikinn næsta dag. Þá einfaldlega þarf ég að stíga til hliðar og finna mér annað að gera en að kenna. Það þarf nefnilega að búa til pláss fyrir góða fólkið og það er dauðafæri að gera það núna. Mótunaraðilar í lífi barns þíns skipta máli. Það þarf að koma næstu kynslóð enn hærra en þeirri fyrri - við eigum öll að vera foreldrabetrungar og þess vegna þurfum við okkar besta fólk í samfélaginu til vinna með ungu fólki. Við eigum að vera með sérfræðinga með börnunum. Klárt fólk. Faglært fólk. Fólk sem hlakkar til að mæta í vinnuna. Fólk sem brennur fyrir starf sitt og er stanslaust að uppfæra sig. Okkar besta fólk á að vera í kennslu. Þannig tökum við næsta skref sem samfélag. Hvernig fáum við fleiri kennara? Vandamálið er samt að ég er að horfa á stéttina mína hverfa hægt og bítandi því sama hvað fólk segir um fimm mánaða sumarfríið mitt, þriggja mánaða jólafríið, fjögurra mánaða páskafríið og öll níu vetrarfríin, þá er það greinilega ekki það sem trekkir að. Fólk er bara ekki að slást um lausar stöður í skólum, þrátt fyrir að kennarar virðist vera í fríi 13 mánuði af 12 miðað við það sem ég heyri. Hlutfall grunnskólakennara í grunnskólum er búið að breytast úr 96% þegar ég var sjálfur í grunnskóla niður í 81% nú þegar dóttir mín er þar. Á leikskólum eru leikskólakennarar nú 24% af starfsfólki á leikskóla en þeir voru 37% þegar dóttir mín fæddist. Réttindalausum kennurum í framhaldsskóla hefur fjölgað um 37% síðan ég útskrifaðist úr FB. Þetta ferli er hræðilegur spírall sem það verður erfiðara að snúa við eftir því sem tíminn líður. Það á að vera vel launað að þroska ungt fólk og það á að vera hvati fyrir ungt fólk að vilja verða kennarar. Það á að vera erfitt að verða kennari. Það á að vera erfitt að starfa sem kennari. Það á að vera auðvelt að skipta út kennurum sem nenna þessu ekki lengur [skoðun mín á verndun stjórnsýslulaga á starfsöryggi opinberra starfsmanna er kannski efni í annan pistil]. Framtíð landsins er í húfi og allt þarf að hækka hjá þeim sem koma að menntun barna, ekki bara laun heldur líka standardinn. Uppfæra flotann og manna bátana betur. Við getum fengið meira af okkar besta fólki í skólana með því að hækka launin. Peningar tala nefnilega. Í kjölfarið á því kemur meira af hæfara fólki inn. Í kjölfarið á því hækkar standardinn. Í kjölfarið verðum við betri í samanburði við aðra. Þessar staðhæfingar eru ekki úr lausu lofti gripnar því að svona þjóðarsáttmálar hafa verið gerðir í ríkjum í kringum okkur, þau ríki sem við viljum miða okkur við. Skref hafa verið tekin í rétta átt en það hefur bara ekki verið staðið við loforðin. Lenging kennaranámsins 2007 átti að skila launahækkunum sem komu ekki; samkomulagi um skerðingu lífeyrisréttinda 2016 átti að fylgja launahækkanir sem viðsemjendur (umbjóðendur okkar allra - ríki og sveitarfélög) virðast ætla að svíkja. Það er brostið traust og eðlilega er þá gripið til þeirra fáu vopna sem launfólk hefur - að neita að mæta í vinnuna. Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Dóttir mín yrði örugglega frábær kennari og ég á eftir að opna dyrnar fyrir henni að vinna með ungu fólki. Kannski ákveður hún svo eitthvað allt annað og ég mun styðja hana í öllu sama inn um hvaða dyr hún fer. Mig langar að hún haldi áfram að horfa upp til kennara og skóla og elski að læra áfram. Ég er bara svo hræddur um að hún endi á að segja mér, eins og svo margir klárustu vinir mínir hafa sagt mér, „sko mig langar alveg að verða kennari en ég bara get ekki hugsað mér launin,“ og það er alveg rétt hjá þeim. Hugarfarið hefur verið full mikið í „æj, ég fer þá bara að kenna“ og við þurfum að breyta því í „ég ætla að fara að kenna“ og með því kemur þetta hjá okkur á ekkert of mörgum árum. Eða ég held það allavega. Við sem samfélag þurfum að ákveða hvort að við ætlum að vera metnaðarfull fyrir börnin okkar eða ekki. Þetta er ekki spurning um einhverja letingja í kulnun sem vilja gráðugir grípa í hærri laun fyrir ekkert. Hugsum lengra og dýpra en það. Stöndum sem samfélag með kennurum og tökum saman ákvörðun um að gera samfélagið betra til lengri tíma. Viðsemjendur kennara erum við öll, samninganefnd ríkis og sveitarfélaga starfa í umboði okkar allra. Við erum að semja við kennara, ekki þau. Ég mun, sem foreldri barns á leikskóla í Kópavogi, standa þétt við bakið á þeim frábæru og metnaðarfullu kennurum sem fara í verkfall 3. mars og ég mun öskra enn hærra fyrir þeirra hönd á næstu vikum. Höfundur er faðir og framhaldsskólakennari.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun