VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 08:02 Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun