VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 08:02 Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Eldri borgarar Stéttarfélög Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu er stundum dregin upp ákveðin glansmynd af eldra fólki. Það hafi komið sér vel fyrir í lífinu og að ekki þurfi að hafa áhyggjur af skuldastöðu þess og afkomu. Lífið gangi út að sinna barnabörnum eftir hentisemi á milli þess sem þau slá golfkúlur hér á landi eða erlendis og dvelja í sólarpardísum suðurlanda. En eins og gengur og gerist með glansmyndir, þá getur raumyndin reynst önnur. Frá því að ég tók við embætti formanns VR hefur nokkur hópur eldra félagsfólks komið að máli við mig og lýst ýmsum áhyggjum sem varða þann hóp. Ljóst er að þegar fólk nálgast eftirlaunaaldur fylgja því áhyggjur sem við sem yngri erum þekkjum ekki á eigin skinni. Þar stendur afkomuótti upp úr. Fólk hikar við að skipta um starfsvettvang eftir sextugt, óttast að missa vinnuna og kvíðir tekjuskerðingu lífeyrisáranna. Í almennri umræðu er of lítið fjallað um hag og kjör þeirra sem eldri eru og umræðan er auk þess oft einsleit. En eldra fólk er fjölbreyttur hópur. Ekki einasta nær þessi merkimiði yfir langt æviskeið, eða allt frá sextugu og upp úr, heldur kemur eldra fólk úr ólíkum samfélagshópum og býr misvel hvað varðar tekjur, eignir og afkomu. Það er því augljóst að mismunandi og ólíkar áskoranir blasa við hópnum. Ein þeirra er húsnæðismál, en húsnæðismál eldri borgara eru sjaldan til umræðu, þótt ljóst sé að húsnæðisþarfir fólks breytist þegar aldurinn færist yfir. Landflótti eldri borgara Dvölin í sólarparadís suðurlanda getur verið kærkomin eftir stranga starfsævi, en hún kemur ekki alltaf til af góðu. Sumt eldra fólk flýr einfaldlega land og segja skilið við börn og barnabörn vegna þess að eftirlaunin duga ekki til sæmandi framfærslu. Og jafnvel þau sem eiga ágætan lífeyrissjóð þurfa að venjast breyttum högum þegar tekjur þeirra minnka umtalsvert. Eldra fólk er nefnilega „alls konar“, vel stætt og illa stætt, áhugasamt um golf og áhugalaust um golf! Við vitum að margt eldra fólk, hvort sem það er enn á vinnumarkaði eða ekki, sinnir félagslegum þjónustustörfum, t.a.m. þegar kemur að umönnun barna og aldraðra foreldra. Ófullnægjandi velferðarþjónusta kemur niður á þessum hópi sem tekur á sig auknar byrðar og þar með geta stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, lýst sig stikkfrí. Niðurskurður á grunnsviðum samfélagsins lendir því oftar en ekki af fullum þunga á þessum aldurshópi. Af þessu er einnig ljóst að áskoranir eins aldurshóps verða auðveldlega að viðfangsefnum annars. Öldungaráð VR VR hefur haldið umræðu um hagsmuni eldra fólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega á lofti og meðal annars staðið fyrir góðum námskeiðum fyrir félagsfólk sem er að nálgast starfslok. Innan VR starfar einnig sérstakt Öldungaráð sem beitir sér á ýmsan hátt í stefnumótun og hagsmunabaráttu félagsfólks sem er eldra en 60 ára. Sem stærsta félag launafólks í landinu er eðlilegt að VR gegni ákveðnu forystuhlutverki í baráttu fyrir hagsmunum þeirra sem nálgast eða hafa náð eftirlaunaaldri. Þegar kemur að því að gæta hagsmuna ólíkra kynslóða er mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk og eldra fólk er ekki í eðli sínu ólíkt, heldur eru þetta við sjálf á mismunandi ævistigum. Það er því óþarft að líta á hagsmunagæslu fyrir einn hóp sem andstæða öðrum, heldur snýst þetta um að við höfum mismunandi þarfir á ólíkum æviskeiðum. Stefnumótun VR þarf að taka mið af því. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun