Bankarnir áður svikið neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2025 20:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar.
Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira