„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 20:15 Snorri Jakobsson segir yfirlýsingu Arion banka hleypa lífi í staðnað kerfi. Stöð 2 Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“ Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Í tilkynningu Arion banka til Kauphallar kom fram að stjórn bankans hafi áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Stjórnin sjái mikil tækifæri í samruna bankanna fyrir viðskiptavini, hluthafa og íslenskt hagkerfi. Aðspurður hvers vegna Arion banki skyldi fara í þessa vegferð segir Snorri Jakobsson hagfræðingur ákvörðunina ekki koma á óvart. „Tvær helstu ástæðurnar fyrir þessu er að það er mikil stærðarhagkvæmni í bankarekstri almennt og það ætti í raun bara að vera einn viðskiptabanki á Íslandi. Sú stærðarhagkvæmni hefur aukist ennþá meira vegna þess að regluverk, sem er frá Evrópusambandinu, er alltaf að verða meira og meira íþyngjandi. Það er líka orðið íþyngjandi fyrir miklu stærri banka í Evrópu,“ segir Snorri Þá séu einnig íslenskar reglugerðir sem hafa áhrif. „Svo er það að það er skattlagning á íslenskt bankakerfi og sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki, þeir eru mjög háir í samanburði við Evrópu og það má svona spyrja sig að því hver er ábati ríkisins að vera með þessa háu skatta, bæði upp á fjármálastöðugleika og svo líka það að hvort að þetta rýri virði bankanna svo mikið sem þeir eru í rauninni stærstu eigendurnir að,“ segir hann. Hleypi lífi í annars staðnað kerfi „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ segir Snorri. „Það liggur fyrir fordæmi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem átti að sameina Sparisjóð Svarfdæla sem var eiginlega svona banki á fallandi fæti við Landsbankann og því var hafnað. Svo, að mig minnir, er eitt fordæmi til viðbótar en ég er að tala um miklu minni einingar,“ segir hann. Snorri segir að þrátt fyrir að hann telji það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann sé ekki hægt að „álasa ungum dreng“ fyrir að reyna. „Það er svona spurning hvort það sé ómaksins vert að reyna og þetta allaveganna hleypir lífi í annars staðnað kerfi og kannski kemur eitthvað út úr þessu sem væri þá til góða, þótt að mér finnist svona mjög ólíklegt að ef við sameinum tvo banka að við sjáum við bara einn stóran. Líklega yrði sameiningin á mjög mörgum skilyrðum þannig að það yrði mörg lítil fyrirtæki sem kæmu út eða því um líkt. Fyrirkomulag fyrirhugaðri sölu hluta ríkisins á Íslandsbanka var tilkynnt í dag. Áhrif þess þurfa að koma í ljós að sögn Snorra. „Þetta gæti líka aukið áhugann á Íslandsbanka en það er líka óþægilegt að vera í samrunaviðræðum á sama tíma og þú ert að reyna selja bankann ef þú ert í stjórn bankans.“
Íslandsbanki Arion banki Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Tengdar fréttir Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. 14. febrúar 2025 16:45