Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2025 20:30 Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Framsókn hefur alla tíð talað fyrir jafnvægi milli ríkis og einkageirans – ríkið á ekki að kæfa frumkvæði með of miklum höftum og reglugerðum heldur styðja við fólk og fyrirtæki með skynsamlegum hætti. Þegar horft er til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar virðist skorta þessa skynsemi og sveigjanleika. Landsbyggðin gleymd Eins og svo oft áður virðist áhersla ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst liggja á Höfuðborgarsvæðinu, en hvað með landsbyggðina? Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að stjórnin hafi metnað fyrir raunverulegum aðgerðum til að styrkja byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Það er grundvallaratriði að tryggja sterkar byggðir um allt land með öflugri atvinnustefnu, góðri innviðaþróun og hagstæðum skattaívilnunum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Í staðinn virðist stefna ríkisstjórnarinnar fara í öfuga átt – áframhaldandi höfuðborgarmiðaðar aðgerðir sem gera lítið fyrir lífsskilyrði og framtíð fólks á landsbyggðinni. Við í Framsókn teljum að byggðastefna verði að vera öflug og markviss, ekki eitthvað sem ríkisstjórnin tekur upp í orði en ekki á borði. Það þarf að tryggja atvinnutækifæri, byggja upp samgöngur og huga að framtíðarsýn sem felur ekki bara í sér borg og miðstýrt kerfi, heldur einnig samfélög um allt land. Alþjóðastefna sem hættir að vinna gegn íslenskum hagsmunum Kristrún Frostadóttir hefur talað um nauðsyn þess að treysta alþjóðasamstarf og efla samskipti við Evrópusambandið. Þó samstarf við önnur ríki sé mikilvægt, má það ekki ganga gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Það virðist þó vera stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær Evrópusambandinu með skrefum sem veita erlendum stofnunum meira vald yfir okkar innlendum málefnum. Sérstaklega eru áhyggjur varðandi sjávarútveg og landbúnað, þar sem Íslendingar þurfa að hafa full yfirráð yfir eigin auðlindum. Framsókn hefur ávallt verið skýr í því að sjálfstæði Íslands í þessum málum er ósveigjanlegt grundvallaratriði. Við verðum að gæta þess að stefna í alþjóðamálum sé í þágu okkar eigin fólks og atvinnuvega, en ekki hluti af óraunhæfri hugmyndafræði sem setur hagsmuni Íslendinga í annað sæti. Sjálfbærar efnahagsaðgerðir – ekki skattahækkanir Ein stærsta gagnrýni sem hægt er að færa á ríkisstjórn Kristrúnar er skortur á sjálfbærni í efnahagsmálum. Í stað þess að beita markvissum lausnum til að örva hagvöxt og auka framleiðni, virðist stjórnin líta til skattahækkana sem aðalúrræðisins til að fjármagna loforð sín. Sósíaldemókratísk stefna gengur of oft út á að hækka álögur á fyrirtæki og einstaklinga, án þess að huga nægilega að langtímaafleiðingum þess fyrir hagkerfið. Ef við viljum tryggja velferðarkerfi sem stendur undir sér til framtíðar, þarf skynsamlega fjármálastjórn og stuðning við atvinnulíf, ekki stefnulausa skattahækkanastefnu sem dregur úr hvata til fjárfestinga og nýsköpunar. Tími til að stjórna af raunsæi – ekki hugmyndafræðilegum kreddum Að lokum má segja að stærsta vandamálið við ríkisstjórn Kristrúnar sé skortur á raunverulegri pragmatískri nálgun. Þegar stjórnmál eru drifin áfram af hugmyndafræðilegum forsendum sem kallast í þessi tilfelli plan Samfylkingarinnar verður stjórnin óraunsæ og lausnamiðuð nálgun víkur fyrir flokkspólitískum markmiðum. Framsókn hefur alltaf verið flokkur sem leggur áherslu á skynsamlegar, hagnýtar lausnir, fyrir ísland allt. Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um heildarhagsmuni landsins, ekki einungis um hvernig hægt sé að framkvæma sósíaldemókratíska stefnu án þess að horfa til raunveruleikans. Það er sú nálgun sem Framsókn stendur fyrir, og það er sú nálgun sem Ísland þarf. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Eitt helsta einkenni núverandi ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur er sterk tilhneiging til miðstýringar. Það er áhyggjuefni hvernig ríkisafskipti eru að aukast á mörgum sviðum án þess að nægur sveigjanleiki sé til staðar fyrir frumkvæði í atvinnulífinu og einkarekstri. Sósíaldemókratísk stefna leggur of oft áherslu á lausnir þar sem ríkið á að sjá um allt, frekar en að skapa skilyrði fyrir heilbrigða samkeppni og sjálfbærar lausnir. Framsókn hefur alla tíð talað fyrir jafnvægi milli ríkis og einkageirans – ríkið á ekki að kæfa frumkvæði með of miklum höftum og reglugerðum heldur styðja við fólk og fyrirtæki með skynsamlegum hætti. Þegar horft er til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar virðist skorta þessa skynsemi og sveigjanleika. Landsbyggðin gleymd Eins og svo oft áður virðist áhersla ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst liggja á Höfuðborgarsvæðinu, en hvað með landsbyggðina? Það er lítið sem ekkert sem bendir til þess að stjórnin hafi metnað fyrir raunverulegum aðgerðum til að styrkja byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Það er grundvallaratriði að tryggja sterkar byggðir um allt land með öflugri atvinnustefnu, góðri innviðaþróun og hagstæðum skattaívilnunum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Í staðinn virðist stefna ríkisstjórnarinnar fara í öfuga átt – áframhaldandi höfuðborgarmiðaðar aðgerðir sem gera lítið fyrir lífsskilyrði og framtíð fólks á landsbyggðinni. Við í Framsókn teljum að byggðastefna verði að vera öflug og markviss, ekki eitthvað sem ríkisstjórnin tekur upp í orði en ekki á borði. Það þarf að tryggja atvinnutækifæri, byggja upp samgöngur og huga að framtíðarsýn sem felur ekki bara í sér borg og miðstýrt kerfi, heldur einnig samfélög um allt land. Alþjóðastefna sem hættir að vinna gegn íslenskum hagsmunum Kristrún Frostadóttir hefur talað um nauðsyn þess að treysta alþjóðasamstarf og efla samskipti við Evrópusambandið. Þó samstarf við önnur ríki sé mikilvægt, má það ekki ganga gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Það virðist þó vera stefna ríkisstjórnarinnar að færa okkur nær Evrópusambandinu með skrefum sem veita erlendum stofnunum meira vald yfir okkar innlendum málefnum. Sérstaklega eru áhyggjur varðandi sjávarútveg og landbúnað, þar sem Íslendingar þurfa að hafa full yfirráð yfir eigin auðlindum. Framsókn hefur ávallt verið skýr í því að sjálfstæði Íslands í þessum málum er ósveigjanlegt grundvallaratriði. Við verðum að gæta þess að stefna í alþjóðamálum sé í þágu okkar eigin fólks og atvinnuvega, en ekki hluti af óraunhæfri hugmyndafræði sem setur hagsmuni Íslendinga í annað sæti. Sjálfbærar efnahagsaðgerðir – ekki skattahækkanir Ein stærsta gagnrýni sem hægt er að færa á ríkisstjórn Kristrúnar er skortur á sjálfbærni í efnahagsmálum. Í stað þess að beita markvissum lausnum til að örva hagvöxt og auka framleiðni, virðist stjórnin líta til skattahækkana sem aðalúrræðisins til að fjármagna loforð sín. Sósíaldemókratísk stefna gengur of oft út á að hækka álögur á fyrirtæki og einstaklinga, án þess að huga nægilega að langtímaafleiðingum þess fyrir hagkerfið. Ef við viljum tryggja velferðarkerfi sem stendur undir sér til framtíðar, þarf skynsamlega fjármálastjórn og stuðning við atvinnulíf, ekki stefnulausa skattahækkanastefnu sem dregur úr hvata til fjárfestinga og nýsköpunar. Tími til að stjórna af raunsæi – ekki hugmyndafræðilegum kreddum Að lokum má segja að stærsta vandamálið við ríkisstjórn Kristrúnar sé skortur á raunverulegri pragmatískri nálgun. Þegar stjórnmál eru drifin áfram af hugmyndafræðilegum forsendum sem kallast í þessi tilfelli plan Samfylkingarinnar verður stjórnin óraunsæ og lausnamiðuð nálgun víkur fyrir flokkspólitískum markmiðum. Framsókn hefur alltaf verið flokkur sem leggur áherslu á skynsamlegar, hagnýtar lausnir, fyrir ísland allt. Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um heildarhagsmuni landsins, ekki einungis um hvernig hægt sé að framkvæma sósíaldemókratíska stefnu án þess að horfa til raunveruleikans. Það er sú nálgun sem Framsókn stendur fyrir, og það er sú nálgun sem Ísland þarf. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar