Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 22:02 Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Lilja Rafney Magnúsdóttir Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun