Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 22:02 Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Reykjavíkurflugvöllur Lilja Rafney Magnúsdóttir Fréttir af flugi Byggðamál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert. Sjúkraflug er lífsspursmál. Flugvöllurinn er hluti af almenningssamgöngum í landinu og er lífsspursmál fyrir marga af öllu landinu sem þurfa að komast á Landspítalann með sjúkraflugi. Þar er nýbygging spítalans að rísa m.a. vegna nálægðar við innanlandsflugvöllinn. Undanfarin ár hefur jafnt og þétt verið þrengt að starfsemi og öryggi flugvallarins með þéttingu byggðar í næsta nágrenni hans. Vegna ákvarðana af hálfu Reykjavíkurborgar og stjórnvalda undanfarin ár. Hvassahraun er út úr myndinni. Á síðasta ári leist bæði þáverandi innviðaráðherra og borgarstjóra vel á að nýr innanlandsflugvöllur yrði byggður í Hvassahraun eftir kynningu nýkominnar skýrslu um veðurfarslegar aðstæður þar. Eins galið og það er í þeirri eldgosahrinu sem gengið hefur yfir á Reykjanesi. Borgarstjóri hefur dregið lappirnar frá því í fyrravor að ganga í það verk að fella niður þau tré sem ógnað hafa flugöryggi og Samgöngustofa hafði fyrirskipað að yrðu felld. Aðgerðarleysi borgarinnar hefur nú leitt til þess að búið er að loka austur-vestur flugbrautinni og stofnar lífi fólks í sjúkraflugi í stórhættu. Öryggi sjúklinga í hættu. Heilbrigðisráðherra hefur sagt óboðlegt að öryggi sjúklinga sé í hættu vegna lokunar brautarinnar. Loksins með þrýstingi frá nýjum samgönguráðherra,ríkisstjórninni, Samgöngustofu og fleirum fyrirskipaði borgarstjóri loksins að ráðist yrði í að fella tré. Það hefði átt að gera fyrir löngu eða allt frá tilmælum Samgöngustofu , Isavía og óskar flugrekstraraðila. Komið hefur fram að hátt í 3 þúsund sinnum hafi verðið flogið með sjúklinga sl. fjögur ár. Stór hluti þeirra sjúklinga hafi þurft að komast í bráðaþjónustu á Landspítalanum. Afstaða ríkisstjórnarinnar skýr. Það var gott að heyra forsætisráðherra lýsa því afdráttarlaust yfir að ríkisstjórnin standi með Reykjavíkurflugvelli og hann væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Enda liggur engin önnur staðsetning fyrir og bygging annars flugvallar yrði óhemju dýr og ekki í sjómáli næstu áratugi. Sameiginlegir hagsmunir landsmanna. Flugvöllurinn þjónar mikilvægu innanlandsflugi og sjúkraflugi sem verður að tryggja með hagsmuni allra íbúa landsins í huga, Það er ekki síður hagur höfuðborgarinnar því þangað sækja landsmenn mikla verslun og þjónustu, þar er stjórnsýslan og hátæknisjúkrahúsið sem var meðal annars valinn staður vegna við flugvöllinn. Ráðast verður einnig í byggingu á nýrri samgöngumiðstöð á flugvellinum og endurskoða mjög ósanngjörn bílastæðagjöld sem eru enn einn landsbyggðarskatturinn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar