Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 14. febrúar 2025 18:31 Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar