Valentínus Árni Már Jensson skrifar 14. febrúar 2025 15:00 Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valentínusardagurinn Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Valentínusardagurinn er hátíð ástar og kærleika sem á sér fornar rætur í kristinni trú. Frásögnin um heilagan Valentínus greinir að hann hafi verið prestur í Róm á tímum Kládíusar II. Keisarinn, sem taldi að ógiftir menn væru betri hermenn en þeir sem væru bundnir fjölskyldum, bannaði ungu fólki að ganga í hjónaband. Valentínus, sem trúði heitt á helgi hjónabandsins sem sáttmála kærleikans, mótmælti þessum lögum og gifti pör í leynum. Þegar upp komst um athafnir hans var hann handtekinn og dæmdur til dauða. Sagan segir einnig að meðan Valentínus var í fangelsi hafi hann kynnst blindri dóttur fangavarðarins. Hann bað fyrir henni og hún læknaðist af blindunni. Áður en hann var tekinn af lífi sendi hann henni kveðjubréf sem hann undirritaði „Frá þínum Valentínusi“. Þetta bréf, sem er sagt vera fyrsta Valentínusarkortið, hefur síðar orðið táknræn kveðja fyrir Valentínusardaginn. Þótt saga heilags Valentínusar eigi sér ýmsar útgáfur, varð hann að píslarvotti fyrir trú sína og kærleika. Í kaþólsku kirkjunni er hann dýrlingur og verndari elskenda, og hátíðisdagur hans er 14. febrúar. Valentínusardagurinn varð því tákn kærleika og umhyggju þar sem elskendur senda hvort öðru blóm, gjafir og ástarkveðjur til að sýna væntumþykju. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson 1831 - 1913) Hvort sem við lítum til Valentínusardagsins sem trúarlegs dýrlingadags eða sem hátíð til að fagna ástinni í lífi okkar, minnir hann okkur á að kærleikurinn er eina sanna gjöfin sem endist. Góðar stundir. Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálst samfélag, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar