Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið Sigþór Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 08:32 Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur Ólafi Guðmundssyni verið boðið til viðtals á útvarpsstöðinni Bylgjunni (þann 10. febrúar síðastliðinn), þar sem hann fær að ranta um ástand vega og gefa skýringar á ástandi bundinna slitlaga. Hann telur að þessu sinni að ástandið megi rekja til fúsks hjá Vegagerðinni og óvandaðra vinnubragða verktaka sem sinna gatnagerð. Ráðherra vegamála var svo kallaður til og krafin svara um hversvegna það sé ekki í landslögum að vegir eigi að vera góðir og vel við haldið. Honum til vorkunnar er hann að taka við skelfilegu búi og er til þess að gera nýr í þessum málaflokki en slapp samt furðuvel frá umræðunni. Eftirfarandi staðreyndir fyrir Ólaf og aðra áhugasama um vegagerð: Vegir eru hannaðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (líka á Íslandi) Efni til vegagerðar er fyrsta flokks og þaulrannsakað og tryggt að uppfylli allar kröfur Margt af því er innflutt því ekki eru nægjanlegt gæði til staðar hér á landi, til dæmis slitlagsefni á umferðarþyngstu vegi Vegagerðin og aðrir veghaldarar bjóða út verkefni með ýtarlegum kröfulýsingum sem skal uppfylla við gerð vegar Veghaldarar ráða eftirlitsaðila með verkefnum. Eftirlitsaðilar eru óháðir verktaka og vinna fyrir veghaldarann að því verkefni að tryggja hámarksgæði og að allar kröfur séu uppfylltar Ný verkefni á vegum Vegagerðarinnar eru með tveggja ára ábyrgðartíma eftir verklok Ári eftir verklok og svo aftur tveimur árum síðar er allt verkefnið grandskoðað og gerðar úrbætur ef þörf er á Þá má spyrja sig – hvers vegna er þá ástandið á vega og gatnakerfinu með slíkum eindæmum að sumstaðar er nánast ófært venjulegum bílum og tjónstilkynningar hrannast upp ? Ástæðurnar eru nokkrar en ein sú allra stærsta og það er ekki hægt að líta framhjá henni lengur: Það vantar fé til viðhalds! Það vantar viðhaldspeninga! Það hefur vantað fé til að halda við vegunum áratugum saman. Það vantar svo sárlega að vegakerfið okkar er að hrynja. Það er pólitískt sterkara og skemmtilegra fyrir stjórnmálamenn að leggja nýja vegi, byggja nýja brú og grafa ný göng. En að halda mannvirkjunum við, það er ekki eins gaman enda taka kjósendur ekki eins vel eftir því. Ja, kannski núna, þegar allt er að hruni komið. Nýútkomin innviðaskýrsla varpar ljósi á málið. Talið er að nývirði (eða enduruppbyggingarkostnaður) núverandi vegakerfis sé 1200 milljarðar. Hvað þýðir það á mannamáli? Jú það þýðir það að værum við að byrja frá grunni myndi kosta okkur 1200 milljarða að byggja allt vegakerfið okkar með sömu hönnun og það var lagt upp með. Hér er tvennt að athuga: Við myndum væntanlega ekki leggja marga af þessum kílómetrum í vegakerfinu með upphaflegri hönnum því umferð hefur margfaldast og þungaflutningar enn meira síðan megnið af vegunum okkar voru hannaðir. Ennfremur hitt: Ef þú átt fasteign, segja sumir að eðlilegt sé að leggja 5% á ári til viðhalds. Að þannig þurfi á 20 árum að kosta stofnvirðinu til, svo eignin haldi verðgildi sínu. Í tilfelli vegakerfis okkar væru það þá um 60 milljarðar á ári. Er þetta kannski ofmat? Eigum við að miða við 2,5% og gefa okkur þá að vegirnir séu svo vandaðir að þeir hafi 40 ára líftíma? Við þyrftum þá að leggja til um 30 milljarða á ári í viðhald. En gerum við það? Staðreyndin er þessi: Um áratugaskeið hafa verið lagðir til um 10 milljarðar í viðhald á vegakerfinu ári – já, um áratugaskeið! Mér reiknast þá til að stjórnmálamenn sem skammta viðhaldsfé á vegalögum telji að meðalvegur á Íslandi hafi 120 ára endingu. Takk fyrir það. Svo er Umferðaröryggissérfræðingurinn hissa á ástandinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun