Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 14:07 Norðurþing vinnur að uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka sem Carbfix telur að falli vel að markmiðum um að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Vísir/Vilhelm Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu. Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Byggðaráð Norðurþings vísaði sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix um mögulegt samstarf til afgreiðslu í sveitarstjórn í morgun. Í kynningu forsvarsmanna fyrirtækisins kom fram að það vilji skða möguleikann á samstarfi um svokallaða Coda-stöð í tengslum við uppbyggingu á grænum iðngarði á Bakka. Hugmyndirnar um staðsetningu á Bakka eru sagðar á frumstigi í kynningunni. Þó er búið að kynna það fyrir byggðaráði, stéttarfélögunum á svæðinu og hagaðilum. Ráðast eigi í frekari kyningar og umræðufundi til þess að kanna fýsileika verkefnsins. Gangi það að óskum verði viljayfirlýsing á milli Carbfix og sveitarfélagsins undirrituð og ráðist í frekari rannsóknir til að meta möguleikann á staðsetningu starfseminnar í Norðurþingi. Coda-stöðvum Carbfix er ætlað að taka á móti koltvísýringi frá iðnaði erlendis og binda hann í berglögum með aðferð sem fyrirtækið þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Koltvísýringurinn sem stöðvarnar tækju við yrði fangaður úr iðnaðarútblæstri þar sem erfitt er að draga úr losun eins og við stálframleiðslu og sementsgerð. Áform í bæði Hafnarfirði og Þorlákshöfn Bakki er þriðji staðurinn sem hefur verið nefndur fyrir Coda-stöð Carbfix. Lengst á veg er fyrirhuguð stöð við Straumsvík við Hafnarfjörð komin. Hún er í umhverfismatsferli en óvíst er um afdrif hennar vegna háværrar andstöðu sumra íbúa í sveitarfélaginu vegna áhyggna af áhrifum starfseminnar. Núverandi bæjarstjóri sagði í fyrra að haldin yrði íbúakosning um verkefnið næðust samningar um það. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix í lok janúar um mögulega Coda-stöð í Þorlákshöfn. Þar hefur þegar verið haldinn kynningarfundur með íbúum um verkefnið enda forsvarsmenn þess minnugir andstöðunnar sem gaus upp í Hafnarfirði. Ólafur Elínarson, upplýsingafulltrúi Carbfix, segir í samtali við Vísi, að vilji fyrirtækisins standi til þess að kynna verkefnið fyrir íbúum í Norðurþings á frumstigi þess líkt og gera eigi í Ölfusi. Engar skuldbindandi ákvarðanir hafi verið teknar og því sé nægur tími fyrir íbúa og hagaðila að taka þátt í og hafa áhrif. Fyrirtækið stefni á starfsemi á allt að fjórum stöðum á landinu. Möguleg fjórða staðsetning sem hefur verið nefnd í því samhengi er Helguvík á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur rannsakað möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til þess að dæla koltvísýringi í jörðu.
Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Ölfus Hafnarfjörður Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira