Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 14:05 Niðurdælingarborteigur sem Carbfix notar til þess að dæla niður koltvísýringi og brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun. Ölfuss Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi. Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Carbfix vill taka á móti allt að þremur milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi í Þorlákshöfn á ári og binda hann í jörðu með tækni sem fyrirtækið hefur þróað á Hellisheiði. Viljayfirlýsing um verkefnið var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu á vefsíðu Ölfuss kemur fram að kanna eigi hvort hagsmunir samfélagsins þar fari saman við áætlanir Carbfix um uppbygginguna. Með henni kunni að skapast fjölbreytt atvinnutækifæri auknar tekjur fyrir sveitarfélagið og aukin nýting hafnaraðstöðunnar í Þorlákshöfn. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni hvar borteigar þar sem koltvísýringi á fljótandi formi yrði dælt niður en staðsetning mannvirkja og borteiga á að liggja fyrir innan átta vikna frá undirritun yfirlýsingarinnar. Upplýsingafulltrúi Carbfix sagði Vísi í síðustu viku að borteigarnir gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða í sveitarfélaginu. Sambærileg kolefnisförgunarstöð Carbfix sem er í skipulagsferli í Hafnarfirði hefur mætt háværri mótspyrnu þar. Í tilkynningu Ölfuss segir að sérstök áhersla verði lögð á gagnsæi og samráð við samfélagið með reglulegum kynningum um framgang verkefnisins. Fyrsta kynningin fór fram á opnum fundi í Þorlákshöfn á mánudag. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af kynningarfundinum þar sem bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntu Coda-verkefnið á mánudag. Líftími verkefnisins þrjátíu ár Líkt og í Hafnarfirði gengur verkefnið undir nafninu Coda Terminal. Það yrði rekið af samnefndu dótturfyrirtæki Carbfix. Tekið yrði á móti flutningaskipum sem flyttu koltvísýringinn frá Evrópu í höfninni í Þorlákshöfn. Þaðan yrði hann fluttur með pípum í niðurdælingarborholur þar sem honum yrði dælt niður í basaltberglög. Þar steingerist koltvísýringurinn og verður hluti af jarðskorpunni. Aðferðinni hefur verið beitt til þess að binda bæði koltvísýring og brennisteinsvetni sem losnar við orkuvinnslu í Hellisheiðarvirkjun frá 2012. Aðstæður á Íslandi eru sagðar kjörnar fyrir kolefnisbindingu af þessu tagi vegna basaltsbergsins hér og vatnsgnægðar sem eru ekki til staðar alls staðar þar sem þyrfti að fanga koltvísýring. Líftími Coda-stöðvarinnar er sagður þrjátíu ár. Að þeim tíma loknum tæki Carbfix og Coda Terminal niður, fjarlægði búnað og gengi frá athafnasvæði sínu á viðunandi hátt samkvæmt viljayfirlýsingunni. Engu að síðr er gert ráð fyrir að hægt verði að framlengja lóðaleigusamninga um hafnaraðstöðu og lóðir undir borteiga til fimm ára í senn. Stöðin á að geta tekið við og fargað einu til þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Til þess þarf vatn eða jarðsjó, varma og rafmagn. Umhverfisáhrifin eru sögð óveruleg þar sem tæknin flýti fyrir náttúrulegum ferlum kolefnishringrásarinnar. Þegar tekið hefur verið tillit til losunar flutningaskipanna sem eiga að flytja koltvísýringinn til landsins er bindingin sögð nema 95 prósentum af kolefninu sem verður flutt inn. Fyrirvarar um tekjur og íbúakosningu Ýmsir fyrirvarar eru í viljayfirlýsingunni. Áður en ákvörðun um fjárfestingu verður tekin þurfa að liggja fyrir samningar sem tryggja tekjuflæði Coda-stöðvarinnar til fimmtán ár. Lista yfir samstarfsfyrirtæki á að gera opinberan þegar endanlegir samningar liggja fyrir. Þá er gert ráð fyrir að íbúakosning fari fram áður en sveitarfélagið veitir tilskilin leyfi fyrir starfseminn, ef kallað verður eftir henni. Leyfi vegna vatnsöflunar og niðurdælingarholna verður veitt með fyrirvara um að ekki sé hætta á mengun eða oftöku grunnvatns. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats á að hefjast nú þegar viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð. Carbfix gerir ráð fyrir að skila matsáætluninni til Skipulagsstofnunar á þessum ársfjórðungi.
Ölfus Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Skipulag Coda Terminal Tengdar fréttir Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53 Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. 27. janúar 2025 21:53
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. 22. janúar 2025 14:56