Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar 12. febrúar 2025 15:30 Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga. Háskóli Íslands er í eigu ríkisins og að stærstum hluta rekinn fyrir fé skattgreiðenda, þótt hann hafi einnig aðrar tekjulindir. Háskólinn er mikilvægur samstarfsaðili og bakhjarl atvinnulífsins á sumum sviðum, en í rekstri Endurmenntunar er HÍ í beinni samkeppni við einkarekin endur- og símenntunarfyrirtæki. Endurmenntun komin út fyrir hlutverk sitt Í reglugerð menntamálaráðherra um starfsemi Endurmenntunar HÍ segir: „Meginhlutverk Endurmenntunarstofnunar er að standa fyrir endurmenntun háskólamanna með námskeiðum; fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Ennfremur sinnir stofnunin fræðslu fyrir almenning eftir því sem aðstæður leyfa.“ (Leturbreyting greinarhöfundar) Reglugerðin er frá 1991 en þróunin síðan hefur verið sú að fræðsla fyrir almenning, þ.e. önnur starfsemi en endurmenntun háskólafólks, er æ víðtækari hluti starfseminnar. Ekki verður séð að nokkur einasta ástæða sé til að ríkisstofnun haldi úti námskeiðum á borð við „Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður“, „Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað“, „Lagasmíðar og pródúsering“, „Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta“, „Listin að vera leiðinlegt foreldri“, „Lausnahringurinn - betri samskipti í fjölskyldunni“ eða „Trjá- og runnaklippingar“ svo tekin séu dæmi af handahófi úr námskeiðum Endurmenntunar. Einkaaðilar sinna fræðslu af þessu tagi með mikilli prýði. Hvar er fjárhagslegi aðskilnaðurinn? Á heimasíðu Endurmenntunar segir: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ En er þetta svo einfalt? Í 14. grein samkeppnislaga segir: „Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Samkeppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.“ Ekki brugðizt við ábendingum Samkeppniseftirlitsins Í framhaldi af kvörtun, sem Félag atvinnurekenda sendi Samkeppniseftirlitinu (SE) árið 2020, sendi SE menntamálaráðuneytinu (sem þá fór með málefni háskóla) erindi í maí 2021 og fór fram á við ráðuneytið að þess yrði farið á leit við opinberu háskólana að þeir birti opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila, sbr. áðurnefnda 14. grein samkeppnislaga. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ sagði í erindi SE. Viðbrögð Háskóla Íslands við þessum kröfum Samkeppniseftirlitsins hafa í stuttu máli sagt verið engin. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Er villt um fyrir neytendum? FA hefur einnig gert athugasemdir við að við kynningu sumra námskeiða Endurmenntunar sé ekki skýrt hvort námskeiðin veiti svokallaðar ECTS-einingar, sem eru einingar sem veittar eru fyrir alþjóðlega viðurkennt háskólanám. Í kynningarefni Endurmenntunar er þannig stundum tilgreint að nám „samsvari“ svo og svo mörgum ECTS-einingum, án þess að fram komi með skýrum hætti hvort það veiti raunverulega slíkar einingar. Vegna þess að Endurmenntun starfar innan HÍ og á sömu kennitölu, getur óskýrleiki um eðli námsins veitt þessum samkeppnisrekstri HÍ ákveðið forskot á keppinautana. Það getur helgazt af því að nemendur telji að vegna þess að námið er á vegum háskóla standi það með einhverjum hætti skör ofar en sambærilegt nám á vegum keppinauta á markaði fyrir sí- og endurmenntun. Það þarf einfaldlega að taka skýrt fram hvort nám veiti ECTS-einingar eða ekki. Annað getur villt um fyrir neytendum og þar með verið brot á lögunum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ráðuneytið svarar ekki - hvað segja frambjóðendur? Um ofangreint efni sendi Félag atvinnurekenda háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu erindi í ágúst á síðasta ári og fór fram á að erindi Samkeppniseftirlitisins og ábendingum FA yrði fylgt eftir gagnvart háskólunum. Frá ráðuneytinu hefur síðan ekki heyrzt bofs, þrátt fyrir ítrekanir. Nú verður því ekki trúað að fólk sem sækist eftir því að stýra Háskóla Íslands vilji að háskólinn gangi þvert gegn því sem kennt er í samkeppnis- og neytendarétti í lagadeildinni. Gaman væri að heyra frá rektorsframbjóðendum hver er stefna þeirra varðandi rekstur Endurmenntunar HÍ. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga. Háskóli Íslands er í eigu ríkisins og að stærstum hluta rekinn fyrir fé skattgreiðenda, þótt hann hafi einnig aðrar tekjulindir. Háskólinn er mikilvægur samstarfsaðili og bakhjarl atvinnulífsins á sumum sviðum, en í rekstri Endurmenntunar er HÍ í beinni samkeppni við einkarekin endur- og símenntunarfyrirtæki. Endurmenntun komin út fyrir hlutverk sitt Í reglugerð menntamálaráðherra um starfsemi Endurmenntunar HÍ segir: „Meginhlutverk Endurmenntunarstofnunar er að standa fyrir endurmenntun háskólamanna með námskeiðum; fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Ennfremur sinnir stofnunin fræðslu fyrir almenning eftir því sem aðstæður leyfa.“ (Leturbreyting greinarhöfundar) Reglugerðin er frá 1991 en þróunin síðan hefur verið sú að fræðsla fyrir almenning, þ.e. önnur starfsemi en endurmenntun háskólafólks, er æ víðtækari hluti starfseminnar. Ekki verður séð að nokkur einasta ástæða sé til að ríkisstofnun haldi úti námskeiðum á borð við „Íbúðaskipti - meiri upplifun, minni kostnaður“, „Fagleg hegðun og samskipti á vinnustað“, „Lagasmíðar og pródúsering“, „Sáning og ræktun kryddjurta og matjurta“, „Listin að vera leiðinlegt foreldri“, „Lausnahringurinn - betri samskipti í fjölskyldunni“ eða „Trjá- og runnaklippingar“ svo tekin séu dæmi af handahófi úr námskeiðum Endurmenntunar. Einkaaðilar sinna fræðslu af þessu tagi með mikilli prýði. Hvar er fjárhagslegi aðskilnaðurinn? Á heimasíðu Endurmenntunar segir: „Rekstur Endurmenntunar HÍ byggir eingöngu á eigin tekjum, þ.e. námskeiðsgjöldum. Endurmenntun HÍ nýtur engra opinberra fjárframlaga.“ En er þetta svo einfalt? Í 14. grein samkeppnislaga segir: „Þegar um er að ræða opinbert fyrirtæki eða fyrirtæki sem starfar að einhverju leyti í skjóli opinbers einkaleyfis eða verndar er Samkeppniseftirlitinu heimilt að mæla fyrir um fjárhagslegan aðskilnað, annars vegar á milli þess hluta rekstrar fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfis eða verndar og hins vegar þess hluta rekstrar sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niðurgreiddur af starfsemi sem nýtur einkaleyfis eða verndar.“ Ekki brugðizt við ábendingum Samkeppniseftirlitsins Í framhaldi af kvörtun, sem Félag atvinnurekenda sendi Samkeppniseftirlitinu (SE) árið 2020, sendi SE menntamálaráðuneytinu (sem þá fór með málefni háskóla) erindi í maí 2021 og fór fram á við ráðuneytið að þess yrði farið á leit við opinberu háskólana að þeir birti opinberlega upplýsingar um hvernig fjárhagslegum aðskilnaði er háttað á milli annars vegar þess rekstrar sem rekinn er að hluta til eða öllu leyti af opinberu fé og hins vegar þeirrar starfsemi sem er í frjálsri samkeppni við aðra aðila, sbr. áðurnefnda 14. grein samkeppnislaga. „Að mati Samkeppniseftirlitsins er eðlilegt að fagráðuneyti málaflokksins geri kröfu um þetta í samhengi við fjárveitingar til viðkomandi skóla,“ sagði í erindi SE. Viðbrögð Háskóla Íslands við þessum kröfum Samkeppniseftirlitsins hafa í stuttu máli sagt verið engin. Endurmenntun er rekin á sömu kennitölu og HÍ, engin grein er gerð fyrir rekstri hennar sérstaklega í ársreikningi HÍ og ekkert sérstakt rekstraryfirlit er birt. Þegar sagt er að Endurmenntun njóti engra opinberra fjárveitinga vantar alveg að gerð sé grein fyrir því í rekstraryfirliti, sem er aðgengilegt fyrir keppinauta Endurmenntunar, hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa þannig enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Er villt um fyrir neytendum? FA hefur einnig gert athugasemdir við að við kynningu sumra námskeiða Endurmenntunar sé ekki skýrt hvort námskeiðin veiti svokallaðar ECTS-einingar, sem eru einingar sem veittar eru fyrir alþjóðlega viðurkennt háskólanám. Í kynningarefni Endurmenntunar er þannig stundum tilgreint að nám „samsvari“ svo og svo mörgum ECTS-einingum, án þess að fram komi með skýrum hætti hvort það veiti raunverulega slíkar einingar. Vegna þess að Endurmenntun starfar innan HÍ og á sömu kennitölu, getur óskýrleiki um eðli námsins veitt þessum samkeppnisrekstri HÍ ákveðið forskot á keppinautana. Það getur helgazt af því að nemendur telji að vegna þess að námið er á vegum háskóla standi það með einhverjum hætti skör ofar en sambærilegt nám á vegum keppinauta á markaði fyrir sí- og endurmenntun. Það þarf einfaldlega að taka skýrt fram hvort nám veiti ECTS-einingar eða ekki. Annað getur villt um fyrir neytendum og þar með verið brot á lögunum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Ráðuneytið svarar ekki - hvað segja frambjóðendur? Um ofangreint efni sendi Félag atvinnurekenda háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu erindi í ágúst á síðasta ári og fór fram á að erindi Samkeppniseftirlitisins og ábendingum FA yrði fylgt eftir gagnvart háskólunum. Frá ráðuneytinu hefur síðan ekki heyrzt bofs, þrátt fyrir ítrekanir. Nú verður því ekki trúað að fólk sem sækist eftir því að stýra Háskóla Íslands vilji að háskólinn gangi þvert gegn því sem kennt er í samkeppnis- og neytendarétti í lagadeildinni. Gaman væri að heyra frá rektorsframbjóðendum hver er stefna þeirra varðandi rekstur Endurmenntunar HÍ. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar