Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar 11. febrúar 2025 19:30 Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar