Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar 11. febrúar 2025 19:30 Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Birgir Dýrfjörð Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það hlakkar í mörgum að með slitum á meirihlutanum í Reykjavík hafi framsóknarmönnum orðið á mjög alvarleg yfirsjón. Ég held aftur á móti að útganga Framsóknar sé þaulhugsuð brella í bland við pólitíska heimþrá borgarstjórans. Hafa ber í huga að samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn tapað öllu sínu fylgi í Reykjavík og fjórum borgarfulltrúum, þeir mælast nú þannig að þeir ná ekki einu sinni einum borgarfulltrúa. Erfiðast er þó, að þeir kunna engin ráð til að ná athygli kjósenda. Framsókn er því fylgislega gjaldþrota í höfuðborginni. Þessi auma staða og að flokkurinn geti ekki náð athygli, er að mínu viti ástæðan fyrir brotthlaupi hans úr meirihlutanum. Við skulum athuga hvaða skýringu Framsókn valdi sér þegar hún sleit meirihlutanum. Einar borgarstjóri segir: Að Framsóknarmenn hafi myndað meirihluta til að vinna að framfararmálum fyrir borgarbúa en sá ásetningur hafi alltaf strandað á andstöðu samstarfsflokka hans, að lokum hafi hann gefist upp og þá hafi ekkert annað verið í stöðunni en að slíta samstarfinu. Allir sem til þekkja vita að þetta er ekki rétt og með hliðsjón af pólitískri fortíð mannsins þá gæti það verið ljúf tilhugsun, að snúa heim og hjúfra sig þar aftur undir sæng Sjálfstæðisflokksins. Að flýja sjálfan sig Með því að flýja sjálfan sig í meirihlutanum trúir hann að hann geti náð fríu spili í pólitíkinni. Það fría spil munu kjósendum sjá strax í haust í alls konar gylliboðum, yfirboðum og patentlausnum á öllum sviðum. Flokkur hans stundaði þannig pólitík fyrir síðustu kosningar. Þá var lofað jarðgöngum vítt og breitt gegnum fjöll og heiðar. Toppurinn á því leikriti var þó þegar formaður flokksins, gaf í glas, og sviðsetti fyrstu skóflustunguna fyrir brúna yfir Ölfusá. Milljarða verkefni, sem þó var ekki lokið við að teikna! Einar virðist trúa, að allt muni vaxa og dafna hjá Framsókn nái hún fríu spili með loforð og gylliboð til kjósenda. Til þess þarf hún þó að losa sig við allt samstaf og ábyrgð. Sú er ástæða þess að flokkur hans stekkur nú undan árum í brimgarðinum og fer að dreifa mykju á malbik í Reykjavík, og þau sem þar starfa. Höfundur er félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar