Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun