Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun