Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 08:32 Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Almyrkvi 12. ágúst 2026 Ferðaþjónusta Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ekki að fara að redda þessu þegar þar að kemur. Það er þó hætt við að við áttum okkur fyrst á umfanginu of seint og þá gætum við hafa misst af meiriháttar tækifæri. Allt uppselt vegna myrkurs í mínútu Þann 12. ágúst 2026 gengur almyrkvi á sólu yfir vestanvert landið. Ef við missum af honum þurfum við að bíða í heil 170 ár eftir þeim næsta. Sem nátturufyrirbrigði er myrkvinn að sjálfsögðu stórmerkilegur en efnahags- og viðskiptalegu áhrifin geta sömuleiðis verið umtalsverð, ef við viljum að þau verði það. Gistipláss á landinu eru nú þegar að verða fullbókuð og engir bílaleigubílar fáanlegir. Í það minnsta 10 skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins gagngert vegna myrkvans og engin leið verður að bóka húsbíla eða pláss á tjaldsvæðum nema með afar löngum fyrirvara. Hvaða æsingur er þetta? Ef frá er talið framtak Sævars Helga Bragasonar á vefsíðunni solmyrkvi2026.is ber sáralítið á undirbúningi eða skipulagningu hér heima, en útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessu. Þegar almyrkvi var á sólu í Færeyjum fyrir áratug sóttu 62 erlendir fjölmiðlar eyjurnar heim og þegar hann gekk yfir Bandaríkin í fyrra er áætlað að efnahagsleg áhrif hafi numið yfir 800 milljörðum íslenskra króna. Gistirými seldust upp og nóttin rauk upp í verði. Á helstu svæðum á slóð myrkvans tvöfaldaðist gistiverð og alls kyns hliðarstarfsemi var komið upp með góðum fyrirvara, svo sem sólmyrkvahátíðum og sölu á ýmsum varningi. Viljum við gera okkur mat úr þessu? Hér mun allt fara á hliðina á næsta ári. Sannarlega virðist landið nú þegar fullt af ferðamönnum, en reynsla annarra sýnir okkur að almyrkvi á sólu getur gefið veruleg viðskiptaleg tækifæri. Til að svo megi verða þurfum við þó strax að bretta upp ermar og hefja almennilegan undirbúning. Það er sem Ólympíuleikarnir séu á leið hingað og við verðum bara vera tilbúin ef við eigum að geta hagnast á þeim. Ef okkur er alvara með að draga hingað til lands betur borgandi ferðamenn verður slíkt ekki gert með því að kveikja á perunni þegar allt er orðið fullt, rétt fyrir myrkvann og ætla þá að bjarga sér með gámagistingu. Setjum almyrkvann 2026 á dagskrá nú þegar. Ákveðum, svona rétt einu sinni, að við ætlum ekki bara að láta þetta reddast heldur ætlum að nýta þetta stórkostlega tækifæri almennilega og blása hér til glæsilegrar veislu. Þá mun áhrifa myrkvans gæta umtalsvert lengur en í þá mínutu sem allt verður svart. Höfundur starfar við fjármálafræðslu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun