Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 07:01 Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar