Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 07:34 Viktor Gísli Hallgrímsson virðist vera á leið til sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar. Vísir/Vilhelm Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum. Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
Mögnuð frammistaða Viktors Gísla á nýafstöðnu HM er ekki það sem ræður því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn skuli fara frá pólska félaginu Wisla Plock til Barcelona í sumar. Spænska blaðið Mundo Deportivo greindi frá því fyrir mörgum mánuðum að Barcelona hefði tryggt sér Viktor Gísla og gert við hann samning sem gildi frá 2025 til 2027. Blaðið hefur nú ítrekað þessa frétt og það að Viktor Gísli taki við af spænska landsliðsmarkverðinum Gonzalo Pérez de Vargas sem fer til Kiel í sumar. Á næstu leiktíð verða Viktor Gísli og besti markvörður heims, hinn danski Emil Nielsen, því samherjar. Nielsen átti flestar markvörslur og varði hlutfallslega flest skot á HM og varð heimsmeistari en næstur á eftir honum varð einmitt Viktor Gísli. Mundo Deportivo segir að Viktor Gísli, sem er 24 ára og því þremur árum yngri en Nielsen, fái eina leiktíð til þess að læra af Dananum en eftir hana fari Nielsen til Veszprém í Ungverjalandi. Spænska blaðið greinir svo frá því að sumarið 2026 komi Sergey Hernández til Börsunga, í stað Nielsen, og deili markvarðarstöðunni með Viktori að minnsta kosti tímabilið 2026-27. Hernández hefur leikið vel með Íslendingaliðinu Magdeburg í Þýskalandi og varði mark Spánar á HM í janúar ásamt De Vargas. Þeir vörðu nánast nákvæmlega jafnmörg skot á mótinu og þóttu standa sig ágætlega þó að spænska landsliðið ylli vonbrigðum.
Spænski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira