Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 23:32 Remu Raitanen er, líkt og fleiri í Keflavík, ekki eins öflugur í vörn og sókn. Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð. Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð.
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira