Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 23:32 Remu Raitanen er, líkt og fleiri í Keflavík, ekki eins öflugur í vörn og sókn. Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð. Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Vörnin verri en nokkru sinni fyrr „Hræðilegt svar við því sem gerist núna á síðustu dögum,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni og átti þar við að eftir þarsíðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu í leiknum gegn ÍR á fimmtudag. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. „Maður sá það strax frá fyrstu sekúndu hversu hræddir þeir [Keflvíkingar] voru, þeir voru hræddir í öllum aðgerðum sóknarlega, sem hefur ekki verið vandamál hingað til. Sóknin hefur yfirleitt gengið ágætlega, en vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri en hún hefur nokkru sinni verið,“ sagði Sævar Sævarsson. „Ég hélt að þeir kæmu alveg dýrvitlausir í þennan leik. Þeir eru með Magga þarna að taka leik, þeir eiga bara að sýna honum þá virðingu að koma út með smá blóð á tönnunum,“ tók Helgi Már Magnússon undir. „Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA?“ „Auðvitað verðum við að hrósa ÍR-ingum fyrir þeirra innkomu. Strákar sem spila venjulega ekki mjög mikið komu þarna og gjörsamlega pökkuðu saman einhverjum „stjörnum“ í Keflavíkurliðinu. Sjá þennan leikmann sem var fenginn hérna sem einhver NBA stjarna…“ sagði Sævar um Ty-Shon Alexander, fyrrum leikmann Phoenix Suns. Ty-Shon Alexander mun ekki fá annað starf að mati Sævars. „Ég velti því fyrir mér og ræddi þetta við gamlan körfuboltamann í hádeginu; Er NBA deildin svona léleg eða? Hvernig gat þessi leikmaður komist í NBA? Það segir mér kannski frekar að hann hafi einhvern tímann verið mjög góður og sé bara búinn að gefast upp á körfuboltaferlinum sínum, vegna þess að frammistaða hans er svo léleg að ég efast um að hann muni bara fá starf eftir þetta,“ sagði Sævar einnig en alla umræðuna um Keflavík má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vandræði Keflavíkur í Bónus deild karla Keflavík hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og gæti þurft að þola fimmta tapið næsta fimmtudag þegar liðið heimsækir Hauka. Þetta er í áttunda sinn frá upphafi sem Keflavík tapar fjórum leikjum í röð í efstu deild en það hefur aldrei gerst að Keflavík tapi fimm í röð.
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira