„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:41 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman sett vísir/Hulda Margrét Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. „Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“ Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
„Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“
Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira