Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:01 Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Sif Huld Albertsdóttir Sjúkraflutningar Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun