Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 17:01 Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Sif Huld Albertsdóttir Sjúkraflutningar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Hvernig getur það talist ásættanlegt að mannslíf séu sett í hættu vegna trjágróðurs? Þegar fjölskylda mín þurfti á sjúkraflugi að halda, skipti hver sekúnda máli. Enginn á að þurfa að velta því fyrir sér hvort tafir valdi óbætanlegu tjóni – hvort næsti ástvinur lifi það af eða ekki. Það er óásættanlegt að líf fólks úti á landi sé látið mæta afgangi þegar hægt er að bregðast við með einföldum hætti. Við sem búum á landsbyggðinni höfum sætt okkur við margar áskoranir, en það að heilbrigðisöryggi okkar sé sett til hliðar vegna trjáa er ekki eitt af þeim atriðum sem við munum þegja yfir. Ef trén í Öskjuhlíð standa í vegi fyrir lífi okkar, þá þurfa þau að víkja. Hér er ekki um neina tilfinningalega afstöðu til gróðurs að ræða – þetta snýst um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, hvar sem fólk býr á landinu. Við getum ekki sætt okkur við að líf okkar, barna okkar, foreldra okkar og maka sé sett í hættu vegna tregðu stjórnvalda til að taka ákvörðun sem ætti að vera sjálfsögð. Líf og heilsu fólks eru ekki samningsatriði. Ábyrgðin er skýr – Reykjavíkurborg, Samgöngustofa og Isavia þurfa að bregðast við núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjúkraflug stendur frammi fyrir hindrunum vegna skorts á skýrum ákvörðunum. Sagan hefur sýnt okkur hvað tafir á slíkum málum geta haft í för með sér, og það er ekki ásættanlegt að bíða eftir hörmulegum afleiðingum til að sjá af hverju viðbrögð skipta máli. Takmarkanir eiga að taka gildi eftir tvo daga. Reykjavíkurborg var í vor gert að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Ekki hefur náðst samkomulag um hve mörg tré þurfi að fella og því hefur málið tafist. Fram kemur í erindi Samgöngustofu til Isavia að takmarkanir nái einnig til sjúkraflugs. Hvert er verðmæti mannslífa? Getur einhver horft í augun á fjölskyldu sem hefur misst ástvin og sagt að trén hafi verið mikilvægari? Getur einhver tekið þá ábyrgð? Þau sem hafa svarað fyrri póstinum mínum eru sammála – við krefjumst lausnar. Nú er svo komið að flugbrautinni verður lokað eftir tvo/einn dag. Þetta má ekki gerast. Við biðjum ekki lengur – við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi sjúkraflugs og rétt landsbyggðarfólks til öruggrar heilbrigðisþjónustu. Greinahöfundur er búsett á landsbyggðinni og hefur þurft á eigin skinni oftar en einu sinni að nýta sjúkraflug um þessa flugbraut.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun