Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. febrúar 2025 16:03 Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun