Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 09:31 „Það var á þeim árum sem ég ráfaði um og svalt í Kristianíu...” Upphafsorð bókarinnar Sultur eftir Knut Hamsun komu upp í hugann þegar ég var að taka saman tölfræði yfir úthlutanir úr Launasjóði myndlistarmanna (væri hægt að breyta nafninu í Launasjóður myndlistafólks?) á árunum 2016 til 2025. Nafnleysingi Hamsun var reyndar ekki myndlistamaður heldur rithöfundur sem átti erfitt með að skrifa fyrir hungri og þurfti að selja hnappana af jakkanum sínum fyrir mat. Loks gefst hann upp á listinni og blankheitunum sem henni fylgir og réði sig á skip og sigldi burt. Hvað verður um sögupersónu Hamsun vitum við ekki. Kannski varði hann starfsævinni á sjónum? Kannski sneri hann aftur til Kristianíu og varð farsæll höfundur þótt að fátt bendi til þess í bókalok. Lesendum er látið það eftir, kjósi þeir það, að velja sögupersónunni örlög. Yfirlit yfir úthlutanir úr Launasjóð myndlistarfólks Tölfræðin sem ég birti hér nær yfir tíu ára tímabil. Tölfræðin segir eins og Sultur Hamsun sögu sem nær yfir ákveðið tímabil og þarf að túlka sem slíka. Við höfum enga forsögu og vitum ekki neitt hver þróunin og framhaldið verður, þótt að tölfræðin gefi okkur verkfæri til að túlka framtíðina og varpa ljósi á fortíðina. Þá vantar bakgrunnsupplýsingar um styrkhafa, t.d. menntun, aldur, starfsaldur, önnur störf, og annað sem mögulega hefði getað dýpkað og gert tölfræðina meira lýsandi. Það er með svona úttekt eins og rannsóknir að allar rannsóknaraðferðir hafa sína styrk- og veikleika. Ég útiloka ekki að bæta áðurnefndum breytum við síðar. Ég valdi Myndlistarsjóð því að hann er með næstflestar úthlutanir (435 mánuðir í ár) á hverju ári og mjög viðráðanlegur fjöldi einstaklinga (til að setja í eitthvað mengi) sem fengu úthlutanir á tímabilinu eða alls 268 einstaklingar. Ég skoðaði líka launasjóð rithöfunda tæpan áratug aftur í tímann en lagði ekki í það að vinna úr tölfræðinni í þetta skipti. Ég mun koma að því síðar. Á tímabilinu 2016-2025 fengu eins og áður koma fram 268 einstaklingar úthlutun. Þeir sem fengu minnst (og voru þrír) fengu einn mánuð á þessu tíu ára tímabili á meðan sá sem fékk mest, fékk 90 mánuði á tímabilinu og úthlutun á hverju ári (fékk árið 2020, 24 mánuði í laun og þurfti því ekki að sækja um að ári liðnu). Skoðum nú töfluna: Úthlutanir úr Myndlistarsjóð 2016-2025 Tveir umsækjendur hafa sérstöðu og fá laun í 90 og 82 mánuði. Þar á eftir kemur svo hópur myndlistarfólks sem fær í kringum 60 mánuði á tíu ára tímabili. Þessi tíu einstaklingar hafa talsverða sérstöðu hvað varðar fjölda úthlutana og lengd úthlutanna. Allir eiga feril að baki sem spannar meira en þann áratug sem hér er verið að fjalla um og væru árin á milli 2006-2015 skoðuð má vera að úthlutanir hjá þessum einstaklingum yrðu mun lægri og lengra á milli þeirra. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að telja þessa styrkþega sem einhverja elítu sem fær laun ár eftir ár frá ríkinu. Umræðan sem fer á stað á hverju ári í kringum úthlutun stafslauna listafólks er því marki brennd. Snúum nú sjónaukanum við og skoðum töfluna, ekki út frá því sjónarhorni að sjá þetta listafólk sem einhverskonar elítu sem alltaf fær starfslaun heldur sem duglegt og hæfileikaríkt listafólk sem náð hefur listrænum árangri hérlendis sem og erlendis. Listafólk sem vegna elju við að skapa sér sérstöðu og nafn í Íslenskum listaheimi, fær reglulega úthlutað. Þá sjáum við einnig að ríkið hefur styrkt þann sem fær mest um 420.000 krónur á mánuði í tíu ár (gengið er út frá greiðslum eins og þær eru í dag sem eru 560.000 kr.pr.m) sem verktakalaun, sem þýðir að viðkomandi þarf að halda utan um og greiða öll vörslugjöld. Þegar þær greiðslur hafa verið inntar af hendi eru þessar 420.000 krónur orðnar að 292.751 krónum útborgað. Ef við lítum á neðsta sætið í þessari töflu út frá sömu formúlu þá eru mánaðarlaunin 266.000 krónur á mánuði eða 207.286 krónur útborgað. Þetta eru launin sem ríkið styrkir “elítuna” með. Færum okkur neðar í töfluna og skoðum þá sem eru í sætum nr. 20 til 30, þá eru það eftirtaldir einstaklingar og með þennan fjölda af úthlutunum: Úthlutanir úr Myndlistarsjóð 2016-2025 Þessi hópur lifir á einhverju öðru en starfslaunum, samt er hér um að ræða viðurkennt og virt listafólk (Ásta Fanney verður t.d. fulltrúi Íslands á næsta Feneyjatvíæringi sem verður árið 2026) sem mörg hver hafa verið að í áratugi. Ef við reiknum meðallaun á mánuði yfir tímabilið þá eru þau að fá útborguð laun frá 136.009 til 158.677 krónur á mánuði. Nú hef ég bara verið að skoða það listafólk sem raðar sér í sæti frá 1-10 og svo 20-30. Eftir eru 236 sæti þar sem styrkir verða enn þá stopulli og lægri þrátt fyrir að viðkomandi séu með undantekningum virt og virkt myndlistarfólk. Þegar tíðustu gildi úthlutana starfslauna eru skoðuð þá eru það laun upp á 12 mánuði alls sem 21 einstaklingur hafði fengið á tímabilinu. Þar á eftir koma laun upp á 15 og 18 mánuðir sem voru samanlagt veitt til 14 einstaklinga hvor. Loks komu 21 mánuðir yfir tíu ára tímabil í hlut 13 einstaklinga. Ef við leggjum þessi tíðustu gildi saman þá eru þetta 70 einstaklingar með 14,1 mánuð að meðaltali í starfslaun yfir tíu ára tímabil. Hver og einn hefur verið á stafslaunum í heila 44 dag á ári og fengið fyrir það 78.130 krónur útborgað. Ég held að tölfræðin sem birtist hér sýni svart á hvítu að virtasta myndlistarfólk landsins nýtur styrkja frá ríkinu sem eru í besta falli rétt fyrir ofan framfærslu sveitarfélaga til skjólstæðinga sinna. Auðvitað má gangrýna þessa tölfræði með því að spyrja: selur þetta listafólk ekki fullt af verkum? Fær það ekki styrki úr öðrum sjóðum? Eru þau ekki að kenna með? Á markaðurinn ekki bara að ráða hverjir skara fram úr og hverjir ekki? Góðar spurningar en ég er að fjalla um starfslaun sem ríkið veitir en ekki heildarinnkomu hvers og eins. Ein af hugmyndunum á bakvið aðkomu ríkis að starfslaunum er að styðja við menningarstarfsemi, m.a. við listsköpun sem ekki fangar athygli fjöldans. Komi ríkið ekki að slíkri menningarstarfsemi þá verður menningin einsleitari og kann að missa séríslensk einkenni og verða eftiröpun á því sem fólk heldur að seljist. Bók Hamsun endar á því að listamaðurinn ræður sig sem háseta á skip, það er um líf og dauða að tefla fyrir hann og hann kýs lífið fram yfir listina. Þegar hann siglir út fjörðinn sem Osló/Kristianía stendur við, þá er logn og sólin speglast í rúðunum í borginni. Ef ríkið fer ekki að spýta í lófana og hækka framlög í starfslaunasjóði listafólks, þá er hætt við því að eitthvað af hæfileikaríku listafólki ráði sig á skip og sigli út í buskann, í stað þess að auðga líf okkar hinna með list sinni. Undirritaður er ekki vissum að það muni speglast nokkur sól í nokkrum rúðum, við þá brottför. Í næstu grein (sem birtist í byrjun mars) ætla ég að fjalla um upplifun listafólks af því að vinna þeirra sé oft metin fyrir neðan þau kjör sem bjóðast á almennum vinnumarkaði og hagfræðihugmyndir um samkeppni, framboð og eftirspurn. Athugasemdir og umvandanir berist á thorhallur@rannsoknir-radgjof.net Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Þórhallur Guðmundsson Tengdar fréttir Hugleiðing um listamannalaun III Ég ætla að hefja greinina á því að þakka fyrir viðbrögð við síðustu greinum, þau hafa verið framar vonum. Þá þakka ég sérfræðingum Rannís fyrir að bjóða mér á fund þann 17.12 þar sem stjórnsýsla listamannalauna og mögulegar úrbætur á þeim voru ræddar vítt og breytt. Það var gagnlegur fundur fyrir báða aðila. 19. desember 2024 21:31 Hugleiðing um listamannalaun II Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. 13. desember 2024 08:00 Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
„Það var á þeim árum sem ég ráfaði um og svalt í Kristianíu...” Upphafsorð bókarinnar Sultur eftir Knut Hamsun komu upp í hugann þegar ég var að taka saman tölfræði yfir úthlutanir úr Launasjóði myndlistarmanna (væri hægt að breyta nafninu í Launasjóður myndlistafólks?) á árunum 2016 til 2025. Nafnleysingi Hamsun var reyndar ekki myndlistamaður heldur rithöfundur sem átti erfitt með að skrifa fyrir hungri og þurfti að selja hnappana af jakkanum sínum fyrir mat. Loks gefst hann upp á listinni og blankheitunum sem henni fylgir og réði sig á skip og sigldi burt. Hvað verður um sögupersónu Hamsun vitum við ekki. Kannski varði hann starfsævinni á sjónum? Kannski sneri hann aftur til Kristianíu og varð farsæll höfundur þótt að fátt bendi til þess í bókalok. Lesendum er látið það eftir, kjósi þeir það, að velja sögupersónunni örlög. Yfirlit yfir úthlutanir úr Launasjóð myndlistarfólks Tölfræðin sem ég birti hér nær yfir tíu ára tímabil. Tölfræðin segir eins og Sultur Hamsun sögu sem nær yfir ákveðið tímabil og þarf að túlka sem slíka. Við höfum enga forsögu og vitum ekki neitt hver þróunin og framhaldið verður, þótt að tölfræðin gefi okkur verkfæri til að túlka framtíðina og varpa ljósi á fortíðina. Þá vantar bakgrunnsupplýsingar um styrkhafa, t.d. menntun, aldur, starfsaldur, önnur störf, og annað sem mögulega hefði getað dýpkað og gert tölfræðina meira lýsandi. Það er með svona úttekt eins og rannsóknir að allar rannsóknaraðferðir hafa sína styrk- og veikleika. Ég útiloka ekki að bæta áðurnefndum breytum við síðar. Ég valdi Myndlistarsjóð því að hann er með næstflestar úthlutanir (435 mánuðir í ár) á hverju ári og mjög viðráðanlegur fjöldi einstaklinga (til að setja í eitthvað mengi) sem fengu úthlutanir á tímabilinu eða alls 268 einstaklingar. Ég skoðaði líka launasjóð rithöfunda tæpan áratug aftur í tímann en lagði ekki í það að vinna úr tölfræðinni í þetta skipti. Ég mun koma að því síðar. Á tímabilinu 2016-2025 fengu eins og áður koma fram 268 einstaklingar úthlutun. Þeir sem fengu minnst (og voru þrír) fengu einn mánuð á þessu tíu ára tímabili á meðan sá sem fékk mest, fékk 90 mánuði á tímabilinu og úthlutun á hverju ári (fékk árið 2020, 24 mánuði í laun og þurfti því ekki að sækja um að ári liðnu). Skoðum nú töfluna: Úthlutanir úr Myndlistarsjóð 2016-2025 Tveir umsækjendur hafa sérstöðu og fá laun í 90 og 82 mánuði. Þar á eftir kemur svo hópur myndlistarfólks sem fær í kringum 60 mánuði á tíu ára tímabili. Þessi tíu einstaklingar hafa talsverða sérstöðu hvað varðar fjölda úthlutana og lengd úthlutanna. Allir eiga feril að baki sem spannar meira en þann áratug sem hér er verið að fjalla um og væru árin á milli 2006-2015 skoðuð má vera að úthlutanir hjá þessum einstaklingum yrðu mun lægri og lengra á milli þeirra. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að telja þessa styrkþega sem einhverja elítu sem fær laun ár eftir ár frá ríkinu. Umræðan sem fer á stað á hverju ári í kringum úthlutun stafslauna listafólks er því marki brennd. Snúum nú sjónaukanum við og skoðum töfluna, ekki út frá því sjónarhorni að sjá þetta listafólk sem einhverskonar elítu sem alltaf fær starfslaun heldur sem duglegt og hæfileikaríkt listafólk sem náð hefur listrænum árangri hérlendis sem og erlendis. Listafólk sem vegna elju við að skapa sér sérstöðu og nafn í Íslenskum listaheimi, fær reglulega úthlutað. Þá sjáum við einnig að ríkið hefur styrkt þann sem fær mest um 420.000 krónur á mánuði í tíu ár (gengið er út frá greiðslum eins og þær eru í dag sem eru 560.000 kr.pr.m) sem verktakalaun, sem þýðir að viðkomandi þarf að halda utan um og greiða öll vörslugjöld. Þegar þær greiðslur hafa verið inntar af hendi eru þessar 420.000 krónur orðnar að 292.751 krónum útborgað. Ef við lítum á neðsta sætið í þessari töflu út frá sömu formúlu þá eru mánaðarlaunin 266.000 krónur á mánuði eða 207.286 krónur útborgað. Þetta eru launin sem ríkið styrkir “elítuna” með. Færum okkur neðar í töfluna og skoðum þá sem eru í sætum nr. 20 til 30, þá eru það eftirtaldir einstaklingar og með þennan fjölda af úthlutunum: Úthlutanir úr Myndlistarsjóð 2016-2025 Þessi hópur lifir á einhverju öðru en starfslaunum, samt er hér um að ræða viðurkennt og virt listafólk (Ásta Fanney verður t.d. fulltrúi Íslands á næsta Feneyjatvíæringi sem verður árið 2026) sem mörg hver hafa verið að í áratugi. Ef við reiknum meðallaun á mánuði yfir tímabilið þá eru þau að fá útborguð laun frá 136.009 til 158.677 krónur á mánuði. Nú hef ég bara verið að skoða það listafólk sem raðar sér í sæti frá 1-10 og svo 20-30. Eftir eru 236 sæti þar sem styrkir verða enn þá stopulli og lægri þrátt fyrir að viðkomandi séu með undantekningum virt og virkt myndlistarfólk. Þegar tíðustu gildi úthlutana starfslauna eru skoðuð þá eru það laun upp á 12 mánuði alls sem 21 einstaklingur hafði fengið á tímabilinu. Þar á eftir koma laun upp á 15 og 18 mánuðir sem voru samanlagt veitt til 14 einstaklinga hvor. Loks komu 21 mánuðir yfir tíu ára tímabil í hlut 13 einstaklinga. Ef við leggjum þessi tíðustu gildi saman þá eru þetta 70 einstaklingar með 14,1 mánuð að meðaltali í starfslaun yfir tíu ára tímabil. Hver og einn hefur verið á stafslaunum í heila 44 dag á ári og fengið fyrir það 78.130 krónur útborgað. Ég held að tölfræðin sem birtist hér sýni svart á hvítu að virtasta myndlistarfólk landsins nýtur styrkja frá ríkinu sem eru í besta falli rétt fyrir ofan framfærslu sveitarfélaga til skjólstæðinga sinna. Auðvitað má gangrýna þessa tölfræði með því að spyrja: selur þetta listafólk ekki fullt af verkum? Fær það ekki styrki úr öðrum sjóðum? Eru þau ekki að kenna með? Á markaðurinn ekki bara að ráða hverjir skara fram úr og hverjir ekki? Góðar spurningar en ég er að fjalla um starfslaun sem ríkið veitir en ekki heildarinnkomu hvers og eins. Ein af hugmyndunum á bakvið aðkomu ríkis að starfslaunum er að styðja við menningarstarfsemi, m.a. við listsköpun sem ekki fangar athygli fjöldans. Komi ríkið ekki að slíkri menningarstarfsemi þá verður menningin einsleitari og kann að missa séríslensk einkenni og verða eftiröpun á því sem fólk heldur að seljist. Bók Hamsun endar á því að listamaðurinn ræður sig sem háseta á skip, það er um líf og dauða að tefla fyrir hann og hann kýs lífið fram yfir listina. Þegar hann siglir út fjörðinn sem Osló/Kristianía stendur við, þá er logn og sólin speglast í rúðunum í borginni. Ef ríkið fer ekki að spýta í lófana og hækka framlög í starfslaunasjóði listafólks, þá er hætt við því að eitthvað af hæfileikaríku listafólki ráði sig á skip og sigli út í buskann, í stað þess að auðga líf okkar hinna með list sinni. Undirritaður er ekki vissum að það muni speglast nokkur sól í nokkrum rúðum, við þá brottför. Í næstu grein (sem birtist í byrjun mars) ætla ég að fjalla um upplifun listafólks af því að vinna þeirra sé oft metin fyrir neðan þau kjör sem bjóðast á almennum vinnumarkaði og hagfræðihugmyndir um samkeppni, framboð og eftirspurn. Athugasemdir og umvandanir berist á thorhallur@rannsoknir-radgjof.net Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hugleiðing um listamannalaun III Ég ætla að hefja greinina á því að þakka fyrir viðbrögð við síðustu greinum, þau hafa verið framar vonum. Þá þakka ég sérfræðingum Rannís fyrir að bjóða mér á fund þann 17.12 þar sem stjórnsýsla listamannalauna og mögulegar úrbætur á þeim voru ræddar vítt og breytt. Það var gagnlegur fundur fyrir báða aðila. 19. desember 2024 21:31
Hugleiðing um listamannalaun II Ég vil hefja greinina á því að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við skrifum mínum og fyrir fjölda upplýsandi bréfa og skemmtileg samtöl. Og síðast en ekki síst, fjölmargar áhugaverðar tillögur að úrbótum er kemur að umgjörð Listamannalauna. 13. desember 2024 08:00
Hugleiðing um listamannalaun I Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, fer með stjórnsýsluákvarðanir er varða listamannalaun á Íslandi. Rannís heyrir undir háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. 6. desember 2024 14:02
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun