Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Málefni trans fólks Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar