Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:33 ,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar