Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:30 Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar