Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Þið eruð klikkuð, sagði Dagur Sigurðsson uppi á sviði í beinni útsendingu RTL í gær. Skjáskot/RTL Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta. „Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sjá meira
„Hvernig líður þér?“ var Dagur spurður áður en hann tók til máls uppi á sviðinu. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur í bragði og þessi lína sló í gegn hjá Króötunum sem hoppuðu og sungu í gleðivímu. Dagur Sigurðsson had only one message for the croatian people. 😂🇭🇷 pic.twitter.com/bFoqnNZB3D— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Dagur sagði ekki mikið fleira en bætti þó við: „Ég vil bara segja að ég elska ykkur öll. Ég elska liðið mitt en ég elska Pesic mest,“ sagði Dagur léttur og faðmaði síðan hinn 35 ára gamla markvörð Ivan Pesic sem mun hafa verið að spila sína síðustu landsleiki, líkt og goðsögnin Domagoj Duvnjak. Dagur varð fyrir tæpu ári síðan fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við króatíska landsliðinu, sem svo lengi var í allra fremstu röð í heiminum en hafði ekki unnið verðlaun á stórmóti síðan á EM 2016. Ýmsar gagnrýnisraddir heyrðust en króatískir miðlar lýsa því hvernig Dagur náði fljótt að vinna menn á sitt band. Hann hafi til að mynda strax lært króatíska þjóðsönginn og lagt sig fram við að aðlagast króatískri menningu. Frammistaðan á HM tók svo af allan vafa og Dagur er kominn á spjöld sögunnar hjá króatíska liðinu. GREATEST SPORTING NATION IN THE WORLD🇭🇷🇭🇷Croatia welcomed world silver medalists like HEROESTens of thousands have gathered on the Jelačić-plac, Zagreb is one fire🔥WORLD CHAMPIONS IN CELEBRATIONS🏆 pic.twitter.com/rmcA3B8Qwt— FPL Croatian 🇭🇷 (@FPLCroatian) February 3, 2025 Króatar unnu frækna sigra á heimavelli sínum á HM en flugu svo til Noregs í úrslitaleikinn við Danmörku þar sem liðið beið lægri hlut. Dagur hafði á orði eftir þann leik að fróðlegt hefði verið að sjá þann leik fara fram í Zagreb, greinilega fullviss um mikilvægi króatískra stuðningsmanna sem eins og fyrr segir fjölmenntu til að fagna Degi og hans mönnum við heimkomuna í gær. Dagur, sem er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á HM karla í handbolta, hefur gefið út að hann muni áfram þjálfa Króatíu og er þegar farinn að horfa til þess að móta lið sem náð gæti árangri á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30 Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sjá meira
Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. 3. febrúar 2025 07:30