Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar 4. febrúar 2025 07:03 Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Maður hrekkur óneitanlega við þegar fréttist af tilraun í nærumhverfinu með vítissóta. Óhagnaðardrifin tilraun, já já kunna menn ekki einn annan? Það ætlar aldrei neinn að græða neitt á neinu, sér í lagi þegar þegar menn eru farnir að feta vafasama stíga. Ég las grein hér á Vísi (Að eitra Hvalfjörð) um fyrirætlanir Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf um að grípa inn í ferli náttúrunnar í Hvalfirði með vítissóta, og ekki nóg með það þá hefur þetta fyrirtæki mokað fjármunum til Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna í Hvalfirði í þágu þessara fyrirætlana Rastar. Þetta er góð aðferð til að fá jákvæða umsögn fá opinberri stofnun þegar sótt er um leyfið. Að auki ráða fólk frá stofnuninni til fyrirtækisins. Þá hefur oddviti Hvalfjarðarsveitar þekkst boð um stjórnarsetu í fyrirtækinu, ætli oddvitum hinna sveitarfélaganna, Reykjavíkur og Kjósarhrepps, sem standa við Hvalfjörðinn hafi verið boðin þátttaka. Sennilega er þekkingin ekki meiri en svo að það teljist bara vera eitt sveitarfélag við Hvalfjörðinn. Enda hefur kynning ekki farið fram hér á Kjalarnesinu. Ég velti fyrir mér pólitískri framtíð oddvitans með vítissóda tilraun í farteskinu. Ýmsum öðrum hefur verið flækt í vefinn, „stjörnufræðingur“ nokkur hefur ljáð þeim rödd sína á myndband til að sannfæra okkur um ágæti verkefnisins. Þessar fyrirætlanir Rastar eiga að fara fram á „opnu hafsvæði“, en allt umlykjandi eru jarðir með sína strandlengju og landhelgi og eiga fullan rétt á að hafa eitthvað um málið að segja. Ef landeigendur vilja ekki að áhrifa tilraunarinnar gæti ekki innan þeirra lögsögu, hvernig verður við því brugðist? Utanríkisráðuneytið ku fara með yfirráð yfir opnu hafsvæði, ætli Utanríkisráðherra hafi tíma til að fara yfir þetta mál vegna Brusselferða sinna. Þrátt fyrir fullyrðinga um að fyrirtækið Röst ætli ekki að græða peninga á verkefninu þá skapar þetta möguleikann á að ausa skítnum út í Hvalfjörðinn til að græða peninga á kostnað Hvalfjarðar. Hvað ef þetta fer allt í skrúfuna, hver borgar þá brúsann, við íslenskir skattgreiðendur eins og vanalega. Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG? Er endalaust hægt að rugla í kollinum á ykkur, í nafni loftslagskirkjunnar? Verður það þannig hér við Hvalfjörðinn, ef klósettið stíflast þá er bara að skreppa niður í fjöru og sækja eina fötu af sjó til að losa stífluna? Höfundur er íbúi á Kjalarnesi við Hvalfjörð.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar