Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2025 19:00 Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Páll Steingrímsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það var mjög svo fróðlegt að lesa grein formanns blaðamannafélagsins á Vísi nú síðdegis þann 31 janúar. Það fór ekki á milli mála að hún er nýbúin að glerja að nýju glerhúsið. Það hvarflar ekki að henni að blaðamenn séu nokkuð annað en tandurhreinir guðsenglar. En er það svo? Fyrir ekki svo löngu síðan boðaði blaðamannafélagið sem hún stýrir til pressukvölds til þess að ræða um mál þar sem sex blaðamenn voru með stöðu sakbornings í. Ekki eina sekúndu hvarflaði að formanninum að þiggja boð brotaþola um að mæta og segja sína hlið. Hvernig sá hún eiginlega fyrir sér umræðu um sakamál með eingöngu sakborninga við borðið? Sá hún fyrir sér að þar yrðu “sannar upplýsingar settar fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt” lagðar á pallborð almennings? Hver var að veita blaðamönnum aðhald? En hvað ef við tökum dæmi úr grein formanns Blaðamannafélagsins og skoðum út frá vinnubrögðum sumra blaðamanna? „Ein alvarlegasta ógnin við fjölmiðlafrelsi eru sjálfir valdhafarnir, stjórnmálamennirnir, sem hafa, ekki bara hér á landi heldur víða um heim, í sívaxandi mæli beint spjótum sínum að blaðamönnum og fjölmiðlum í því skyni að grafa undan trúverðugleika þeirra.” Nei, óvönduð vinnubrögð blaðamanna sem kollegar þeirra láta óátalin erog verður stærsta ógn við trúverðugleika stéttarinnar. Formaðurinn hefur greinilega gleymt því að ekki fyrir svo löngu síðan sagði hún sjálf að blaðamenn yrðu að þola gagnrýni. Miðað við þessi skrif hennar virðist svo ekki vera lengur. Í dag er hósti í átt að blaðamanni túlkað sem árásir á þessi viðkvæmu blóm. „Blaðamennska afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu.” En hver afhjúpar mistök, bresti og spillingu meðal blaðamanna? „Valdamenn þurftu að treysta á blaðamenn og fjölmiðla til þess að koma upplýsingum á framfæri til almennings.” Og á hvern getur almenningur treyst þegar blaðamenn og fjölmiðlar eru ekki traustsins verðugir? Þessi grein er um margt góð því það má snúa henni 100% upp á blaðamenn og þeirra vinnubrögð. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun fjölmiðlanefndar var traust á fjölmiðlum komið niður fyrir 30%. Kannski ættu fjölmiðlar að líta í eigin barm og spyrja hvernig standi á því að æ fleiri kjósa að sækja fréttir og upplýsingar á og koma sjálfir skoðunum sínum á framfæri beint og milliliðalaust á samfélagsmiðlum. Ekki ósvipað reyndar eins og formaður blaðamannafélagsins gerði sjálfur á sínum tíma þegar hún svaraði ásökunum um skattamál sín. Af hverju svaraði hún ekki spurningum blaðamanna þá eins og hún ætlar öllum öðrum að gera? Og það er ekki vænleg leið til þess að efla traust til fjölmiðla þegar að fjölmiðlamenn eru farnir að stofna til málferla til þess að reyna að kæla og þagga niður í aðilum sem þó þora að segja frá sakamáli sem blaðamenn eiga aðild að. Kannski er grein formannsins merki þess að traust til fjölmiðla og neysla fjölmiðla er ekki sjálfgefin. Heldur áunnin. Sé vilji til þess hjá blaðamönnum að breyta þessari þróun þurfa þeir að fara í naflaskoðun og hætta að kenna öllum öðrum um stöðuna. Skref í rétta átt væri til dæmis að hleypa öðrum að í umræðunni í stað þess að halda áfram að kalla inn í eigin bergmálshelli. Höfundur er skipstjóri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun