Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. janúar 2025 10:01 Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar áttu báðar sjónvarpsstöðvarnar viðtöl við Ingu Sæland um þá styrki, sem Flokkur fólksins hafði fengið úr ríkissjóði, 240 milljónir króna, en rétt form vantaði á. Var Inga spurð, hvað gerðist, ef ríkissjóður krefðist endurgreiðslu fjárins, þar sem flokkurinn hefði vanrækt að ganga formlega frá skráningu sinni sem stjórnmálaflokkur skv. síðustu lögum. Inga brást þá við að mér fannst af full miklum sjálfbirgingshætti. Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni. Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægilegt leiðrétting á formi skráningar. Hún hefði líka getað bætt því við, að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið (sem verið hefði í höndum andstæðra flokka) ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólgsins né annarra flokka, nema þeir uppfylltu í eðli sínu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkar. Þar með hefði þetta mál verið frá. Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja - hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella - verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir. Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot. Höfundur er samfélagsrýnir.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun