Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 30. janúar 2025 07:31 Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það styttist í næstu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans en seðlabankastjóri sagði í byrjun desember síðastliðnum að fjármálakerfið stæði traustum fótum og staða bankanna væri sterk. Á sama tíma sagðist seðlabankastjóri vera bjartsýnn á horfur á fasteignamarkaði þar sem eignum væri að fjölga og nýjar eignir væru að koma á markað. Þrátt fyrir það er alveg ljóst að háir vextir hafa haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn, bæði hjá byggjendum og væntanlegum kaupendum. Við erum ekki að byggja nóg samkvæmt öllum tölum og hert lánþegaskilyrði hafa gert kaupendum erfitt með að standast greiðslumat. Á sama tíma er fólki svo gert að borga himinháa leigu. Þversögnin í þessu er mikil. Nú er Seðlabankinn loks farinn að horfa til þess að slaka á skilyrðum til fyrstu kaupenda og það er mikilvægt í ljósi stöðunnar að slíkt verði gert. Metnaðarfull áform og stuðningur fyrir sveitarfélög Það er ánægjulegt að ný ríkisstjórn hafi metnaðarfull markmið þegar kemur að aðgerðum á húsnæðismarkaði þar sem hún ætlar sér sérstaklega að hvetja til aðkomu lífeyrissjóða á húsnæðismarkaðinn. Lífeyrissjóðir fengu auknar heimildir frá Alþingi á síðasta kjörtímabili sem gaf þeim aukið svigrúm til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Undirritaður var framsögumaður þess máls og hef fulla trú á því að það muni nú styðja stjórnvöld í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk. Því til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að hvetja til byggingar á nýjum íbúðahverfum, svo sem með heildstæðum samningum við sveitarfélög um lóðaframboð og innviðauppbyggingu. Þetta er sérstaklega ánægjulegt, því ég hef mikinn skilning á því að sveitarstjórnarfólk hafi áhyggjur af þeim innviðakostnaði sem fylgir uppbyggingu nýrra hverfa fyrir nýja íbúa. Þær áhyggjur mega þó ekki lenda ofan á í því stóra verkefni sem er annars vegar að tryggja fólki og fjölskyldum þak yfir höfuðið og hins vegar að tryggja efnahagslegan stöðugleika til framtíðar. Hér þurfa kjörnir fulltrúar hvar sem þeir sitja að vera vel undirbúnir og láta verkin tala. Það eru til svæði til uppbyggingar nýrra hverfa sem hægt er að hefja vinnu við, en samhliða þarf að tryggja ný svæði utan núverandi vaxtarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Það tryggir aðkomu allra sveitarfélaga að þessu verkefni. Vinnum hratt og komum okkur út úr þessari vondu stöðu sem hefur áhrif á allt og alla. Höfundur er frv. þingmaður og núverandi eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun