Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 18:40 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn í höllinni í Zagreb í kvöld. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu. Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Staðan var 13-10 fyrir Ungverjalandi þegar Dagur fékk tveggja mínútna brottvísun yrir kröftug mótmæli. En í stað þess að Ungverjar nýttu sér það þá sóttu þeir ofboðslega klaufalega, skiptu markverðinum af velli og voru sjö gegn fimm varnarmönnum, og Filip Clavas tókst að skora tvö mörk yfir allan völlinn fyrir Króata. Króatar jöfnuðu svo metin og náðu að komast yfir, 16-15, í gríðarlegri stemningu í Zagreb-höllinni, en staðan var jöfn í hálfleik, 16-16. Fjórum mörkum undir fyrir lokakaflann Í seinni hálfleiknum voru svo miklar sveiflur. Ungverjar skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 24-21, en Króatar næstu þrjú og jöfnuðu. Aftur náðu Ungverjar þá góðum kafla og þeir voru komnir í 29-25 þegar aðeins um sjö mínútur voru eftir. En strákarnir hans Dags neituðu að gefast upp, og eftir mark Zvonimir Srna yfir allan völlinn var staðan 30-28 þegar fjórar mínútur voru enn eftir. Ivan Pesic var þá mættur í mark Króata með frábæra innkomu. Króatar komu muninum niður í 30-29 og Dagur tók svo leikhlé þegar enn voru 80 sekúndur eftir. Hann skellti svo reynsluboltanum Domagoj Duvnjak inn á og hann fiskaði víti sem Króatar jöfnuðu metin úr, 30-30. Ungverjar höfðu þó enn 45 sekúndur til að skora sigurmark. Þeir klúðruðu hins vegar lokasókn sinni og þá voru enn örfáar sekúndur til stefnu fyrir Króata til að bruna fram, og í stað þess að leikurinn færi í framlengingu þá skoraði Marin Sipic af línunni á lokasekúndunni við gríðarlegan fögnuð. Vá! Króatar buðu upp á ótrúlegar lokamínútur er Dagur fór með sína menn í undanúrslit 🇭🇷 pic.twitter.com/7lMpmHDod4— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 28, 2025 Króatía spilar því við sigurliðið úr leik Frakklands og Egyptalands í undanúrslitum, í Zagreb á fimmtudagskvöld, og svo um brons eða gull en þeir leikir fara fram í Bærum í Noregi. Glavas var markahæstur Króata með sex mörk og Sipic og Srna skoruðu fimm hvor. Hjá Ungverjum, sem freistuðu þess að komast í undanúrslit HM í fyrsta sinn á þessari öld, var Zoran Ilic markahæstur með átta mörk.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira