Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar 26. janúar 2025 20:32 Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman. Sérstaklega ef flugvélar eru á flugi en nánar um það síðar. Aðför Reykjavíkurborgar að Reykjavíkurflugvelli hefur staðið yfir nær óslitið frá árinu 2005 eins og flestum sem hafa fylgst með umræðunni má vera ljóst. Hér verður ekki farið yfir þá sögu en minnt á samkomulag sem gert var milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar þ. 28. nóvember 2019 og undirritað af Sigurði Inga Jóhannsyni þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Degi B. Eggertsyni þáverandi borgarstjóra. Samkomulagið var um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og þar segir í 5. grein: „Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans. Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti afram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur i samræmi við .2 mgr. 5. gr. samkomulags þessa.“ Reykjavíkurborg hefur engan veginn staðið við sinn hluta af þessu samkomulagi. Fyrir undirritun samkomulagsins var þegar búið að leggja niður neyðarbrautina svokölluðu en eftir það er áformuð byggð í Skerjafirði, Rannsóknarhús HR þar sem lóðarmörkin eru einungis 90m frá framlengdri miðlínu NV/SA brautarinnar, óheftur trjágróður í Öskjuhlíð og nú síðast var kynnt í Borgarráði 7. janúar s.l. Þróunaráætlun háskólasvæðis Háskóla Íslands. Þar eru Fluggarðar á Reykjavíkurflugvelli sem er miðstöð kennslu- og einkaflugs kynnt sem þróunarreitur 14 í fyrirhugaðri uppbyggingu. Víkjum þá að trjám og flugvélum. Það var um miðja síðustu öld sem starfsmenn Flugmálastjórnar sem þá var, gróðursettu tré í Öskjuhlíð. Um framsækið verkefni var um að ræða en því miður var val trjátegunda ekki vel ígrundað á þeim tíma. Trén uxu vel og svo kom að fyrirsjánlegt væri að þau myndu skapa hindrun að NV flugbrautinni. Í samkomulagi við Reykjavíkurborg var henni gert skylt að bregðast við þeirri ógn sem stafaði af þessum hindrunum og brást hún við árið 2017 með því að fella hæstu trén. Trén héldu hins vegar áfram að vaxa og árið 2019 var borginni gert að bregðast við en því svaraði Dagur B. Eggertsson að með trjáfellingum árið 2017 hefði borgin uppfyllt skilyrði samkomulagsins og væri því laus allra mála. Trén halda samt áfram að vaxa og þó svo að 45 tré hafi verið felld nú í haust þá er trjágróður í Öskjuhlíð viðvarandi ógn við flugöryggi sem hefur valdið því að nú er búið að loka NV/SA brautinni að næturlagi og fyrir liggur að loka henni alfarið. Það er Samgöngustofa sem tekur ákvörðun um lokunina en með henni er hún að sinna eftirlitsskyldu sinni sem skilgreind er í lögum um loftferðir nr. 80/2022 og reglugerðum EASA - Flugumferðarstofnun Evrópu. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna - ÖFÍA styður þessa ákvörðun Samgöngustofu enda er hún gerð með flugöryggi að leiðarljósi. Aðflug að flugbraut skal vera hindrunarlaust. Til að meta það svæði sem á að vera hindrunarlaust eru hugtökin OCS - Obstacle Clearance Surface og VSS - Visual Segment Surface notuð. VSS - Visual Segment Surface er 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar, byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld og vísar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. OCS – Obstacle Clearance Surface er þrengri en VSS-flötur og með lítið eitt hærra horni eða 1° undir aðflugshorni flugbrautar. Engin hindrun má fara upp í OCS-flötinn. Þegar trén fóru að ógna þessum hindrunarflötum var brugðist við með breytingu á aðfluginu. Þröskuldur flugbrautarinnar var færður innar þ.e. flugvélar lenda innar á flugbrautinni og fara því hærra í aðflugi. Einnig var aðflugið í skrefum gert brattara, fór úr 3,7° árið 2011 og upp í 4,45° 12 árum síðar. 4,45° er það brattasta sem hægt er að fara því yfir því horni þurfa flugvélar sérstaka heimild m.t.t afkastagetu og flugmenn þjálfun í flughermi. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar eru ekki tilbúnir til þess að samþykkja þann fjölda trjáa sem nauðsynlegt er að fella. Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri fullyrti í fréttum Stöðvar 2 að þetta kæmi honum á óvart og að ekkert samtal hafi átt sér stað, hvorki við Isavia né Samgöngustofu. Hann hafði greinilega ekki unnið heimavinnuna sína því nóg er til af gögnum sem sýna fram á annað. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 21. janúar s.l. var málið tekið upp að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar var Einar Þorsteinsson borgarstjóri betur undirbúinn í sínum andsvörum vopnaður glærum til skýringar. Hans helstu rök fyrir því að ekki þyrfti að fella jafn mörg tré og Isavia fer fram á þau að hindranir væru leyfðar upp í VSS-flöt en ekki OCS-flöt og því þyrfti einungis að fella þau tré sem næðu upp í OCS-flötinn. Hann hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér því vissulega segir í skilgreiningu að fari hindrun upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Þegar hindrun sem vanalega er þá byggingar, landslag eða tímabundnir byggingakranar fer upp í VSS-flöt er það rækilega skilgreint og inniheldur eftirfarandi atriði sem þarf að uppfylla: Birta upplýsingar um hindrunina á aðflugskortum og viðeigandi upplýsingabréfum fyrir flugfélög og flugmenn. Merkja og lýsa upp hindrunina ef flogið er að nóttu. Hindrunarljós sett á hæsta punkt allra hindrana. Hækka aðflugslágmörk í aðflugi. Færa þröskuld innar inn á flugbraut. Auka aðflugshorn í aðflugi Loka flugbraut þar til hindrun hefur verið fjarlægð. Flest af því sem hér er upptalið hefur verið gert á undanförnum árum og nú er komið að síðasta úræðinu þ.e. loka flugbrautinni. Ljóst er að ekki er gerlegt að setja hindunarljós á hvern trjátopp enda þekkist það hvergi í heiminum að trjágróðri sé leyft að vaxa upp í hindrunarflöt. Hvorki ÖFÍA, flugrekendur né Samgöngustofa munu sætta sig við skerðingu á flugöryggi. Það er ljóst að við lokun NV/SA brautarinnar verður bara ein flugbraut í notkun á Reykjavíkurflugvelli. Það þýðir einfaldlega að við vissar veðuraðstæður er ekki flogið. Ekkert áætlunarflug og ekkert sjúkraflug en yfir 600 sjúkraflug voru flogin til Reykjavíkur á síðasta ári. Óhjákvæmilega þýðir það skerðingu á rekstraröryggi flugvallarins. Nokkuð sem Reykjavíkurborg skuldbatt sig að skerða ekki. Höfundur er formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tré Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að tré og flugvélar fara ekki vel saman. Sérstaklega ef flugvélar eru á flugi en nánar um það síðar. Aðför Reykjavíkurborgar að Reykjavíkurflugvelli hefur staðið yfir nær óslitið frá árinu 2005 eins og flestum sem hafa fylgst með umræðunni má vera ljóst. Hér verður ekki farið yfir þá sögu en minnt á samkomulag sem gert var milli íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar þ. 28. nóvember 2019 og undirritað af Sigurði Inga Jóhannsyni þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Degi B. Eggertsyni þáverandi borgarstjóra. Samkomulagið var um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og þar segir í 5. grein: „Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans. Aðilar eru sammála um að tryggt verði rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar stendur, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja í samræmi við ákvæði gildandi samgönguáætlunar Alþingis. Miðað verði við að Reykjavíkurflugvöllur geti afram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til að nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar. Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur i samræmi við .2 mgr. 5. gr. samkomulags þessa.“ Reykjavíkurborg hefur engan veginn staðið við sinn hluta af þessu samkomulagi. Fyrir undirritun samkomulagsins var þegar búið að leggja niður neyðarbrautina svokölluðu en eftir það er áformuð byggð í Skerjafirði, Rannsóknarhús HR þar sem lóðarmörkin eru einungis 90m frá framlengdri miðlínu NV/SA brautarinnar, óheftur trjágróður í Öskjuhlíð og nú síðast var kynnt í Borgarráði 7. janúar s.l. Þróunaráætlun háskólasvæðis Háskóla Íslands. Þar eru Fluggarðar á Reykjavíkurflugvelli sem er miðstöð kennslu- og einkaflugs kynnt sem þróunarreitur 14 í fyrirhugaðri uppbyggingu. Víkjum þá að trjám og flugvélum. Það var um miðja síðustu öld sem starfsmenn Flugmálastjórnar sem þá var, gróðursettu tré í Öskjuhlíð. Um framsækið verkefni var um að ræða en því miður var val trjátegunda ekki vel ígrundað á þeim tíma. Trén uxu vel og svo kom að fyrirsjánlegt væri að þau myndu skapa hindrun að NV flugbrautinni. Í samkomulagi við Reykjavíkurborg var henni gert skylt að bregðast við þeirri ógn sem stafaði af þessum hindrunum og brást hún við árið 2017 með því að fella hæstu trén. Trén héldu hins vegar áfram að vaxa og árið 2019 var borginni gert að bregðast við en því svaraði Dagur B. Eggertsson að með trjáfellingum árið 2017 hefði borgin uppfyllt skilyrði samkomulagsins og væri því laus allra mála. Trén halda samt áfram að vaxa og þó svo að 45 tré hafi verið felld nú í haust þá er trjágróður í Öskjuhlíð viðvarandi ógn við flugöryggi sem hefur valdið því að nú er búið að loka NV/SA brautinni að næturlagi og fyrir liggur að loka henni alfarið. Það er Samgöngustofa sem tekur ákvörðun um lokunina en með henni er hún að sinna eftirlitsskyldu sinni sem skilgreind er í lögum um loftferðir nr. 80/2022 og reglugerðum EASA - Flugumferðarstofnun Evrópu. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna - ÖFÍA styður þessa ákvörðun Samgöngustofu enda er hún gerð með flugöryggi að leiðarljósi. Aðflug að flugbraut skal vera hindrunarlaust. Til að meta það svæði sem á að vera hindrunarlaust eru hugtökin OCS - Obstacle Clearance Surface og VSS - Visual Segment Surface notuð. VSS - Visual Segment Surface er 1.12° undir aðflugshorni flugbrautar, byrjar 60m fyrir framan flugbrautarþröskuld og vísar um 15% til hvorrar handar. VSS-flötur skal vera hindranalaus. Fari hindrun þó upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. OCS – Obstacle Clearance Surface er þrengri en VSS-flötur og með lítið eitt hærra horni eða 1° undir aðflugshorni flugbrautar. Engin hindrun má fara upp í OCS-flötinn. Þegar trén fóru að ógna þessum hindrunarflötum var brugðist við með breytingu á aðfluginu. Þröskuldur flugbrautarinnar var færður innar þ.e. flugvélar lenda innar á flugbrautinni og fara því hærra í aðflugi. Einnig var aðflugið í skrefum gert brattara, fór úr 3,7° árið 2011 og upp í 4,45° 12 árum síðar. 4,45° er það brattasta sem hægt er að fara því yfir því horni þurfa flugvélar sérstaka heimild m.t.t afkastagetu og flugmenn þjálfun í flughermi. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar eru ekki tilbúnir til þess að samþykkja þann fjölda trjáa sem nauðsynlegt er að fella. Einar Þorsteinsson núverandi borgarstjóri fullyrti í fréttum Stöðvar 2 að þetta kæmi honum á óvart og að ekkert samtal hafi átt sér stað, hvorki við Isavia né Samgöngustofu. Hann hafði greinilega ekki unnið heimavinnuna sína því nóg er til af gögnum sem sýna fram á annað. Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur 21. janúar s.l. var málið tekið upp að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar var Einar Þorsteinsson borgarstjóri betur undirbúinn í sínum andsvörum vopnaður glærum til skýringar. Hans helstu rök fyrir því að ekki þyrfti að fella jafn mörg tré og Isavia fer fram á þau að hindranir væru leyfðar upp í VSS-flöt en ekki OCS-flöt og því þyrfti einungis að fella þau tré sem næðu upp í OCS-flötinn. Hann hefur að nokkru leyti rétt fyrir sér því vissulega segir í skilgreiningu að fari hindrun upp úr VSS-fleti er hægt að meta áhrif hennar á öryggi, þ.e. hverja og eina hindrun. Þegar hindrun sem vanalega er þá byggingar, landslag eða tímabundnir byggingakranar fer upp í VSS-flöt er það rækilega skilgreint og inniheldur eftirfarandi atriði sem þarf að uppfylla: Birta upplýsingar um hindrunina á aðflugskortum og viðeigandi upplýsingabréfum fyrir flugfélög og flugmenn. Merkja og lýsa upp hindrunina ef flogið er að nóttu. Hindrunarljós sett á hæsta punkt allra hindrana. Hækka aðflugslágmörk í aðflugi. Færa þröskuld innar inn á flugbraut. Auka aðflugshorn í aðflugi Loka flugbraut þar til hindrun hefur verið fjarlægð. Flest af því sem hér er upptalið hefur verið gert á undanförnum árum og nú er komið að síðasta úræðinu þ.e. loka flugbrautinni. Ljóst er að ekki er gerlegt að setja hindunarljós á hvern trjátopp enda þekkist það hvergi í heiminum að trjágróðri sé leyft að vaxa upp í hindrunarflöt. Hvorki ÖFÍA, flugrekendur né Samgöngustofa munu sætta sig við skerðingu á flugöryggi. Það er ljóst að við lokun NV/SA brautarinnar verður bara ein flugbraut í notkun á Reykjavíkurflugvelli. Það þýðir einfaldlega að við vissar veðuraðstæður er ekki flogið. Ekkert áætlunarflug og ekkert sjúkraflug en yfir 600 sjúkraflug voru flogin til Reykjavíkur á síðasta ári. Óhjákvæmilega þýðir það skerðingu á rekstraröryggi flugvallarins. Nokkuð sem Reykjavíkurborg skuldbatt sig að skerða ekki. Höfundur er formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun