Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar 26. janúar 2025 13:03 Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Á markaðnum eru það ekki stjórnmálamenn, auðmenn eða embættismenn sem hafa hið raunverulega vald - það er almenningur. Neytendur eru konungar hagkerfisins, þeir eru þeir sem ráða ferðinni. Hver einasta kaupákvörðun er eins konar atkvæði sem stýrir því hvaða vörur og þjónusta lifa af, og hverjar hverfa af sjónarsviðinu. Þetta er kjarninn í lýðræði frjáls markaðar, þar sem hver einstaklingur getur valið það sem mætir hans þörfum best, án þess að aðrir komi að stjórninni. Lýðræði neytenda Frjáls markaður byggir á einstaklingsfrelsi og valfrelsi. Þegar við eyðum peningum okkar í ákveðnar vörur eða þjónustu, sendum við skýr skilaboð til framleiðenda: "Við metum þetta og viljum meira." Þegar eftirspurn eftir vöru eykst, bregðast aðrir framleiðendur við og keppast um að mæta þörfum okkar. Þessi samkeppni skapar hvata til nýsköpunar, aukinnar framleiðni og lækkandi verðs - allt til hagsbóta fyrir neytendur. Í slíku kerfi eru auðmenn ekkert annað en þeir sem hafa tekist að þjóna okkur best, auður þeirra er umbun fyrir að hafa uppfyllt óskir almennings. En þessi auður getur verið hverfull. Þegar neytendur hætta að kjósa vörur þeirra, tapar framleiðandinn markaðshlutdeild sinni og auð sínum. Markaðurinn tryggir þannig að þeir sem ná að skapa raunverulegt virði fyrir fólk haldi velli, á meðan hinir missa stöðu sína. Tökum Apple sem dæmi. Fyrirtækið spyr ekki neytendur hvernig næsti iPhone eigi að líta út, heldur notar það eigin innsæi og rannsóknir til að þróa vörur sínar. Ef vörurnar mæta ekki væntingum neytenda, leita þeir annað - og Apple tapar bæði hagnaði og markaðshlutdeild. Þetta er einfaldleikinn í frjálsum markaði: þeir sem skapa mest virði fyrir sem lægstan kostnað lifa af. Afleiðingar nútíma peningakerfisins Því miður er þetta náttúrulega ferli frjáls markaðar ekki lengur óskert í núverandi peningakerfi. Í dag stjórna stjórnvöld og seðlabankar peningamagni og vöxtum, sem ruglar þetta sjálfsprottna jafnvægi. Með því að prenta pening og halda vöxtum lágum, blása þeir upp gervieftirspurn sem skapar verðbólgu og efnahagslega óstjórn. Í slíku kerfi tapar neytandinn sínu valdi. Peningarnir renna í eignir sem eru aðeins arðbærar vegna verðbólgu, eins og fasteignir, í stað raunverulegra gæða eða þjónustu sem mæta þörfum fólks. Þetta ruglar verðmerkin sem markaðurinn notar til að stýra fjármagni í átt að því sem raunverulega skiptir máli. Auk þess njóta sum fyrirtæki óeðlilegrar sérstöðu í þessu kerfi, þar sem þau sem hafa aðgang að ódýru lánsfé á lægri vöxtum en almenningur, og hljóta fjármagnið fyrst. Þeir sem fá þetta forréttindaaðgengi hagnast mest, því þeir nýta fjármagn áður en verðbólga hefur áhrif og hækkar verð á vörum og þjónustu. Þetta gerir þeim kleift að blása upp skráð virði sitt og halda áfram að vaxa, jafnvel þótt þau skapi ekki raunverulegt virði fyrir neytendur. Þetta er enn ein birtingarmynd þess hvernig miðstýrt fjármálakerfi bjagar markaðinn, veiklar virkni verðmerkja og hindrar getu hans til að umbuna þeim sem raunverulega þjóna samfélaginu. Afhverju fólk hatar kapítalisma Mörg þessara vandamála eru ranglega skrifuð á reikning kapítalismans. Eins og Ludwig von Mises útskýrir í The Anti-Capitalistic Mentality, ruglar fólk saman frjálsum markaði og skekktum ríkisrekstri. Í raunverulegu kapítalísku kerfi er auður einungis tilkominn vegna þess að neytendur hafa kosið að skipta við þá sem skapa verðmæti. Auðmenn eru þannig aðeins þjónar almennings - ekki kúgarar. En þegar stjórnvöld afskræma þetta kerfi með peningaprentun og miðstýringu, byrjar það að líkjast óheiðarlegum leik þar sem sumir njóta forréttinda á kostnað annarra. Þetta styrkir þá röngu hugmynd að kapítalisminn sé rót vandans, þegar í raun er það afskipti stjórnvalda sem skekkja jafnvægið. Endurreisn valds neytenda Ef við viljum endurheimta raunverulegt frelsi á markaðnum, þurfum við að færa valdið aftur til neytenda. Það gerist aðeins með stöðugum og hörðum peningum sem ekki er hægt að prenta í ótakmörkuðu magni. Bitcoin er ein slík lausn, því það byggir á lögmálum frjáls markaðar og tryggir kaupmátt til lengri tíma litið. Í slíku kerfi væri fjármagni beint í átt að raunverulegum þörfum fólks, ekki gervieftirspurn eða eignabólum. Við skulum ekki gleyma því hverjir eru sönnu konungar hagkerfisins: fólkið sjálft. Frjáls markaður er lýðræðislegasta fyrirkomulagið sem mannkynið hefur fundið upp, þar sem hver króna er atkvæði. Þegar við látum markaðinn starfa án hindrana, blómstrar nýsköpun, verð lækka og lífsgæði aukast. Lausnin liggur í því að verja frelsið - og nýta pening sem þjónar neytendum, ekki valdhöfum eða sérhagsmunum. Höfundur er tölvunarfræðingur og áhugamaður um austurríska hagfræði.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar