Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. janúar 2025 00:01 Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun