Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2025 13:31 Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir góðum tuttugu árum síðan sat ég á bar með góðri vinkonu minni, nánar tiltekið á Ölstofu Kormáks & Skjaldar í þeim reykjarmekki sem þá þótti eðlilegur fyrir bari. Vinkona mín bjó erlendis og alltaf þegar hún kom heim settumst við niður og fórum yfir málin. Oftast kom hún með eitthvert nýtt sjónarhorn og einmitt þarna sat hún og sagði mér að það væri gott að búa á Íslandi. Lífsgæði væru frekar mikil og þægilegt að vera til. Ég reyndi eitthvað að malda í móinn, hér væri bæði vont veður og spilling og eflaust tíndi ég fleira til sem þá var í deiglunni. Hún gaf sig ekki, en bætti því að það sem gæti gert Ísland betra væri fólksfjölgun. „Við þurfum að ná milljón,“ sagði hún, það væri einfaldlega betra að vera fleiri við að halda úti góðu og réttlátu samfélagi. Ljóst var að við myndum ekki ná því hratt með tveimur komma eitthvað börnum á hverja konu samkvæmt mældri fæðingartíðni þess tíma. Fólksfjölgunin þyrfti að koma til með öðrum hætti. Úr 1% í 17% Þetta ár var 1% félagsfólks VR af erlendu bergi brotið og um 7% starfandi á vinnumarkaði voru innflytjendur. Frjálst flæði fólks hafði tekið gildi, nokkuð sem margir óttuðust að myndi fara illa með bæði vinnumarkað og samfélag. Og þótt fjöldi fólks væri jákvæður gagnvart aukinni fjölbreytni, þá var það ekki algengt sjónarmið að fólksfjölgun með innflutningi ætti beinlínis að vera markmið í sjálfu sér. Síðan þá hefur mikið breyst. Um 17% félagsfólks VR kemur erlendis frá og starfar við ýmis ólík störf. Sum þeirra standa vaktina í Krónunni og önnur leggja lóð á vogarskálarnar við framleiðslu gervilima hjá Össuri. Hjá Alvotech starfar fólk af yfir sextíu þjóðernum og allir sem starfa hjá CCP vita að fjölbreytni er stór þáttur í velgengni fyrirtækisins. Og þegar þú tekur flugið úr landi með Icelandair er ekki ólíklegt að við innritunarborðið sitji aðfluttur Íslendingur sem hefur skapað sér líf á Íslandi. Upptalning eins og þessi gæti haldið áfram lengi, enda er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en innfæddra og það er óhætt að segja að án aðflutts fólks væri gott sem ómögulegt að reka fjölda fyrirtækja og stofnana. Hins vegar er verðugt að staldra við og spyrja hvernig tekist hefur til við að búa til eina heild úr okkur öllum sem nú lifum og störfum á Íslandi. Átaksverkefni um inngildingu VR hleypir í dag af stokkunum átaksverkefni um inngildingu á vinnustöðum. Á árum áður var venjan að tala um aðlögun og í henni fólst að aðflutt fólk ætti að aðlagast þeim sem fyrir voru. Minnihlutinn átti að verða eins og meirihlutinn. Við sem höfum tekið þátt í jafnréttisbaráttunni þekkjum þá áherslu vel frá fyrri tíð að konum á vinnumarkaði væri gert að aðlagast ríkjandi karlamenningu ef þær ætluðu sér framgang í starfi eða yfirleitt til að geta haft skoðanir á málefnum líðandi stundar. Síðar kom í ljós að ríkjandi karlamenning var kannski ekkert sú besta, hvorki fyrir starfsemina né starfsandann. Inngilding færir ábyrgðina hins vegar yfir á hópinn í heild sinni. Í henni felst að við aðlögumst hvert öðru og leyfum fjölbreytileikanum að njóta sín, okkur öllum til heilla. VR hefur iðulega staðið fyrir átaksverkefnum sem fela í sér vitundarvakningu um samfélagsgerðina og áhrif rótgróinna hugmynda á vinnustaðamenningu. Við hefjum nú upp raust okkar, að frumkvæði jafnréttis- og mannréttindanefndar félagsins, til að stuðla að því að innflytjendur á vinnumarkaði njóti sanngjarna kjara og fái móttökur og stuðning sem gerir þeim kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Við hvetjum hvert annað til að horfa til þess hvað við getum gert í okkar eigin starfsumhverfi og með hvaða hætti við getum stuðlað að inngildingu, fremur en útilokun og afturför. Við erum ekki orðin ein milljón, eins og vinkona mín óskaði okkur fyrir tuttugu árum síðan. Við erum hins vegar hætt að reykja inni á skemmtistöðum (blessunarlega) og við höfum lært ýmislegt sem gerir okkur betri í að vera samfélag. Okkur hefur fjölgað, en við eigum talsvert í land með að tryggja að við eigum öll pláss í stærra samfélagi, fáum öll notið virðingar og verðleika okkar. Leggjumst á eitt um að tryggja inngildingu á vinnumarkaði. Kynntu þér málið á www.vr.is. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar