Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar 23. janúar 2025 14:01 Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við sem erum trans, kynsegin, hinsegin og á einhvern hátt fyrir utan box þeirra sem nú ráða nánast öllu í BNA, erum hér enn, höfum alltaf verið hér og munum alltaf halda áfram að fæðast og vera til á meðan mannkynið verður til. Því við fæðumst trans, það er byggt í okkar kjarna, okkar vitund, okkar alheims neista frá fyrsta augnabliki. Aðeins með því að útrýma mannkyninu öllu er hægt að útrýma einstökum og fallegum frávikum mennskunnar. Þá skiptir engu hvað er sagt í lögum og reglugerðum, forseta tilskipunum og/eða athugasemdakerfum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Við munum alltaf vera til og við erum blessun ekki bölvun. Því mannkynið eru eins og haf af blómum, þar sem er fallegast um að líta þegar fjölbreytileikinn er sem mestur en frekar dauft þegar eingöngu sést ein tegund af viðkvæmri pottablóms tegund sem vill helst með öllum ráðum útrýma öðrum blómum og býflugunum með. En í fjölbreyttu blóma hafi er til blóm sem kallast fífill á íslensku en dandelion á ensku og það blóm getur dafnað og vaxið nánast hvar sem er. Hvort sem það er í kulda eða hita, á túni eða að brjóta sér leið í gegnum grjót, steinsteypu og/eða malbik. Trans fólk eru eins og þetta blóm, eins og fífillinn. Við höfum lært að lifa af við ótrúlegt harðræði og við munum halda áfram að lifa af, löngu eftir að lúðrasveit fáránleikans sem nú marserar um og hyllir í sífellu appelsínugula pottablómið sitt, hverfur á braut og skilur aðeins eftir sig daunilla skán í sögubókum framtíðar. Ég veit samt að mörg okkar munu falla í valinn, og sum nú þegar farin yfir í sumarlandið, vegna þessa ótrúlega mikla haturs sem hefur verið að stigmagnast undanfarin ár og nær nú nýjum og áður óþekktum hæðum. Og eflaust á eftir að versna enn meira, áður en við náum að hreinsa okkur af þessu eitri fordóma og fáfræðis sem stefnir í alheimsfaraldur. Ég mun samt aldrei gefast upp, því ég get það ekki, því ég er eins og ég er og ég er eins og ég var sköpuð. Ég er eins og alheimurinn ætlaði mér að vera og ég get ekki verið pottablóm þó ég reyndi, og trúið mér, ég reyndi. En til ykkar sem getið falist og ákveðið að bíða af ykkur storminn, vil ég segja: Nú er ekki lengur hægt að vera hlutlaus. Nú er ekki lengur hægt að taka ekki afstöðu.Því á meðan þú gerir ekki neitt, þú góða yndislega manneskja,þá brennur heimurinn og öll þau sem passa ekki inn í box brennuvargana eru fordæmd, ofsótt og myrt.Og gott fólk sem gerir ekki neitt, það verður ekki lengur gott fólk, heldur samsekt með þeim sem brenna heiminn! Það er ekki hægt að bíða af sér storminn, því þessi stormur mun aðeins eyðileggja allt og tortíma okkur öllum, ef við gerum ekki neitt. Í augum margra trans fólk of mikið öðruvísi til að hafa sama rétt og þau. Í augum margra er trans fólk ógn og ætti að vera fordæmt og útskúfað. En við erum í raun allt það sem þau vilja vera. Við erum frjáls og höfum ekkert að fela og því erum við ósigrandi. Þú getur því staðið með okkur, eða gegn okkur, en aldrei í raun og veru verið hlutlaus, því það í sjálfu sér er afstaða gegn okkur. Þitt er valið, með eða á móti, eða eins og svo oft hefur verið sagt áður af svo mörgu fólki: Ekki gera ekki neitt! Höfundur: Arna Magnea Danks (Hún/She), leikkona, áhættu leikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun