Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:30 Orri Freyr Þorkelsson hefur nýtt færin sín frábærlega á mótinu til þessa og fékk líka mikið hrós í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira