Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 22. janúar 2025 15:02 Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Deilur um Hvammsvirkjun Jarða- og lóðamál Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hélt að ég gæti ekki misst álitið enn meira á „kerfinu“ á þessu landi. Þið vitið, á sama hátt og maður missir trúna á fullorðna fólkinu þegar maður hættir að vera barn og áttar sig á að enginn er fullkominn og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. Allir eru bara að gera sitt besta. Það er langt síðan ég áttaði mig á því að ráðamenn og forstjórar eru alveg jafn mikið „bara“ fólk eins og allir aðrir. En ég hélt þó að það væru ákveðnir hlutir sem ekki yrði deilt um. Grundvallar hornsteinn samfélagsins er fullyrðingin: Með lögum skal land byggja. Réttur almennings til að taka þátt í lýðræðissamfélagi, með þátttöku í samráði eða með kærum yfirvalda eða dómstóla, er einn af máttarstólpunum í réttlátu, frjálsu og opnu samfélagi. Dómstólar taka fyrir kærur og dæma. Dómstólar eru meðal hornsteina lýðræðisins og mikilvægt að bera virðingu fyrir þeim. Þeir gegna því grundvallar hlutverki að veita stjórnvöldum og löggjafanum aðhald. Það er erfitt að bera traust til og virðingu fyrir þeim sem nú koma fram og tjá sig um dóm Héraðsdóms af mikilli vandlætingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir niðurstöðu dómsins ranga. Sveitarfélagið segir ekkert mál að halda áfram með framkvæmdir því vatnshlotið (gæði vatnsins og lífríkisins) muni ekki skaðast fyrr en á seinni stigum framkvæmdarinnar hvort eð er. Landeigendur við Þjórsá höfðuðu mál á hendur ríkinu og Landsvirkjun þar sem dregin er í efa réttur Umhverfisstofnunartil þess að veita undanþágu til þess að breyta farvegi og þar með skaða lífríki vatns(hlotsisns) vegna byggingar Hvammsvirkjunar. Samkvæmt Evróputilskipuninni má einungis skaða vatnshlot á grundvelli brýnna almannahagsmuna. Það eru nefnilega einnig almannahagsmunir að lífríkinu sé þyrmt. Niðurstaða dómsins er að Umhverfisstofnun hefur ekki heimild til þess að veita þessa undanþágu á Íslandi. Um það snýst hann. Dómurinn tók því miður ekki afstöðu til téðra almannahagsmuna um verndun lífríkisins en það er mjög skýrt í 18. gr laga um vatnamál að ef veita á undanþágu verða slíkir almannahagmunir að vera skýrir og eru forsenda þess að veita megi slíkar undanþágur. Réttlæting Landsvirkjunar fyrir því að reisa Hvammsvirkjun hefur að mestu snúist um mikilvægi virkjunarinnar í loftslagsmálum, að okkur vanti orku til að vinda ofan af jarðefnaeldsneytisnotkun. Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða tók saman þá orkusölusamninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og þar bendir EKKERT til þess að orkan úr Hvammsvirkjun eigi að fara í sérstök loftslagsverkefni. Það er vel hægt að breyta lögum þannig að Umhverfisstofnun hafi leyfi til að veita títtnefndar undanþágur, en það er ekki þar með sagt að hún eigi að gera það bara sjálfkrafa, sama hvað. Landeigendur við Þjórsá eiga enn rétt á því að láta á það reyna, fyrir dómstólum hvort röksemdarfærslan um almannahagsmuni eigi við. Málinu er því hvergi nærri lokið. Ég spyr mig hvernig valdamikið fólk í samfélaginu getur haldið því fram að dómurinn sé einungis tafir, eða „slönguspil“. Það er hrein og klár kúgun að senda skilaboð til heimafóks á svæðinu að þau séu ekki að gera annað en að tefja. Þau sjónarmið að þessi virkjun kunni að vera of dýrkeypt fyrir náttúruna, og að ávinningurinn af henni sé ekki fórnarinnar virði, eiga líka fullkomlega rétt á sér. Dómstólar gegna því hlutverki að dæma í álitamálum og gera það eftir gildandi lögum og reglum. Það hefur héraðsdómarinn í þessu máli gert og þetta er niðurstaðan hvað sem gerist á æðri dómstigum. Fólkið sem sótti málið er sannarlega til, það er ekki huldufólk, og á að fá að verja sinn rétt og sína náttúru. Það eru mannréttindi. Höfundur er formaður Landverndar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun