Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar 22. janúar 2025 11:03 Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur. Fæðuöryggi komst aftur á dagskrá ogrödd matvælaframleiðenda var ljáð eyra. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár setti ríkið nýja peninga í landbúnað sem ekki var ætlað að slökkva elda vegna vanda í landbúnaðarkerfinu. Tveir milljarðar voru á fimm ára ríkisfjármálaáætlun ætlaðir í eflingu kornræktar, einkum til að hefja aftur kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og til að styrkja bændur til að fjárfesta í hagkvæmum kornþurrkstöðvum. Bændur höfðu jú sýnt fram á, ár eftir ár, að hægt er að rækta gott korn á Íslandi þótt stuðningskerfið hafi skort. Hugmyndin var sú að smám saman myndi lager þjóðarinnar fyllast af innlendu byggi, hveiti og höfrum og við yrðum sjálfum okkur nóg. Margt styður þetta, en færa má rök fyrir því að um aldamót hafi besta ræktarland heimsins klárast og því þörf á að færa ræktun á norðlægari slóðir. Mörg ríki leggja í sambærilega vinnu enda vilja flest ríki vera sjálfstæð um alla þá matvælaframleiðslu sem þau geta. Það sama á við um orkuöflun en matvæli eru jú lítið annað en orka. Á Íslandi búum við svo vel að eiga yfir að ráða nauðsynlegum úrvinnslustöðvum fyrir korn. Korn þarf í flestum tilfellum að vinna áfram til að mynda úr því enn frekari verðmæti. Þarna ber helst að nefna fóðurgerðarstöðvar, brugghús og ein hveitimylla. Öll eru þessi félög rekin af einkaaðilum. Þessi fyrirtæki búa til verðmæti sem ríkið nýtur góðs af. Þau skapa störf, þau greiða af innlendum lánum og tryggingum, þau nota innlenda græna orkugjafa. Þau búa til meiri verðmæti innanlands. Ef þessa innviði skortir er erfitt að vinna úr hráefnum sem búin eru til. Þessu má líkja við að kúabændur hefðu enga mjólkurafurðastöð sem vinnur hráefnið áfram til endanota. Myllan og Dominos kaupa ekki hveitikorn af bændum. Það þarf að vera malað og sekkjað, gæðaúttekt þarf að framkvæma og stöðugt eftirlit þarf að vera til staðar. Eina hveitimylla landsins, Kornax, er nú að loka af því þeim er sagt upp húsaleigusamningi við Faxaflóahafnir, en samkvæmt fréttum er það gert í öryggisskyni. Verksmiðjan er gömul, stór og samsett og því ómögulegt að taka hana í sundur og flytja. Eigandinn, fyrirtækið Lífland, vill byggja nýja verksmiðju á Grundartanga þar sem fyrirtækið starfrækir kjarnfóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir dýr. Mikil samlegð er fólgin í að reka hveitimyllu og fóðurstöð á sama stað til að fullnýta flutningsgetu skipa. Korn er þá geymt á sama stað sem bíður úrvinnslu. Skipsfarmar eru geymdir í sílóum sem mynda öryggislager þjóðarinnar af korni. Hveitiklíð sem fellur til við hveitimölun, þegar klíðið er tekið af hveitikorninu, er svo nýtt í kjarnfóður fyrir dýr. Starfsmannaaðstaða samnýtist og svo má lengi telja fleiri samlegðaráhrif. Ný verksmiðja er dýr og framlegð þunn. Ef ætlunin er að byggja þannig að reksturinn beri sig verður að líta í öll horn. Eigandinn hefur komist að því að nauðsynlegt sé að byggja þar sem samlegðaráhrif séu fullnýtt. En hér togar ríkið í tauminn. Tölvan segir nei. Evrópureglugerð bannar matvælaframleiðslu til manneldis á fyrirhuguðum stað á Grundartanga. Ítarlegar mælingar gerðar af óháðum aðilum og hinu opinbera sýna fram á minna magn af óæskilegum efnum í andrúmslofti á þessu svæði heldur en þar sem verksmiðjan stendur nú í Reykjavík. Að auki færi framleiðslan fram í lokuðu kerfi svo loftgæðin myndu skipta ennþá minna máli. En tölvan segir bara nei. Reglugerðin segir bara nei og þar við situr. Að vísu verður reglugerðin líklega einhvertíma endurskoðað, en það er of seint. Einkaframtakið vill styðja við íslenska framleiðslu, vill auka fæðuöryggi þjóðarinnar, en þá togar ríkið í taumana um leið og það slær í. Niðurstaðan er sorglegur endir á farsælli framleiðslu Kornax sem geymdi öryggislager þjóðarinnar. Ríkið hefði frekar þurft að veita hvata til að stækka þann lager frekar en hitt. Eigandinn fær þau skilaboð, eftir ítrekaðar tilraunir, að eina leiðin sé að kæra Heilbrigðiseftirlitið sem þetta bannar. Hversu langt þarf einkaframtakið að ganga til að sinna slíku þjóðþrifamáli? Kerfið á að virka og greiða götu svona framtaks. Hvers vegna er ekki frekar spurt, hvað getum við gert til að aðstoða og styðja það að þessi framleiðsla fái þrifist? Höfundur er aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur. Fæðuöryggi komst aftur á dagskrá ogrödd matvælaframleiðenda var ljáð eyra. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár setti ríkið nýja peninga í landbúnað sem ekki var ætlað að slökkva elda vegna vanda í landbúnaðarkerfinu. Tveir milljarðar voru á fimm ára ríkisfjármálaáætlun ætlaðir í eflingu kornræktar, einkum til að hefja aftur kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og til að styrkja bændur til að fjárfesta í hagkvæmum kornþurrkstöðvum. Bændur höfðu jú sýnt fram á, ár eftir ár, að hægt er að rækta gott korn á Íslandi þótt stuðningskerfið hafi skort. Hugmyndin var sú að smám saman myndi lager þjóðarinnar fyllast af innlendu byggi, hveiti og höfrum og við yrðum sjálfum okkur nóg. Margt styður þetta, en færa má rök fyrir því að um aldamót hafi besta ræktarland heimsins klárast og því þörf á að færa ræktun á norðlægari slóðir. Mörg ríki leggja í sambærilega vinnu enda vilja flest ríki vera sjálfstæð um alla þá matvælaframleiðslu sem þau geta. Það sama á við um orkuöflun en matvæli eru jú lítið annað en orka. Á Íslandi búum við svo vel að eiga yfir að ráða nauðsynlegum úrvinnslustöðvum fyrir korn. Korn þarf í flestum tilfellum að vinna áfram til að mynda úr því enn frekari verðmæti. Þarna ber helst að nefna fóðurgerðarstöðvar, brugghús og ein hveitimylla. Öll eru þessi félög rekin af einkaaðilum. Þessi fyrirtæki búa til verðmæti sem ríkið nýtur góðs af. Þau skapa störf, þau greiða af innlendum lánum og tryggingum, þau nota innlenda græna orkugjafa. Þau búa til meiri verðmæti innanlands. Ef þessa innviði skortir er erfitt að vinna úr hráefnum sem búin eru til. Þessu má líkja við að kúabændur hefðu enga mjólkurafurðastöð sem vinnur hráefnið áfram til endanota. Myllan og Dominos kaupa ekki hveitikorn af bændum. Það þarf að vera malað og sekkjað, gæðaúttekt þarf að framkvæma og stöðugt eftirlit þarf að vera til staðar. Eina hveitimylla landsins, Kornax, er nú að loka af því þeim er sagt upp húsaleigusamningi við Faxaflóahafnir, en samkvæmt fréttum er það gert í öryggisskyni. Verksmiðjan er gömul, stór og samsett og því ómögulegt að taka hana í sundur og flytja. Eigandinn, fyrirtækið Lífland, vill byggja nýja verksmiðju á Grundartanga þar sem fyrirtækið starfrækir kjarnfóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir dýr. Mikil samlegð er fólgin í að reka hveitimyllu og fóðurstöð á sama stað til að fullnýta flutningsgetu skipa. Korn er þá geymt á sama stað sem bíður úrvinnslu. Skipsfarmar eru geymdir í sílóum sem mynda öryggislager þjóðarinnar af korni. Hveitiklíð sem fellur til við hveitimölun, þegar klíðið er tekið af hveitikorninu, er svo nýtt í kjarnfóður fyrir dýr. Starfsmannaaðstaða samnýtist og svo má lengi telja fleiri samlegðaráhrif. Ný verksmiðja er dýr og framlegð þunn. Ef ætlunin er að byggja þannig að reksturinn beri sig verður að líta í öll horn. Eigandinn hefur komist að því að nauðsynlegt sé að byggja þar sem samlegðaráhrif séu fullnýtt. En hér togar ríkið í tauminn. Tölvan segir nei. Evrópureglugerð bannar matvælaframleiðslu til manneldis á fyrirhuguðum stað á Grundartanga. Ítarlegar mælingar gerðar af óháðum aðilum og hinu opinbera sýna fram á minna magn af óæskilegum efnum í andrúmslofti á þessu svæði heldur en þar sem verksmiðjan stendur nú í Reykjavík. Að auki færi framleiðslan fram í lokuðu kerfi svo loftgæðin myndu skipta ennþá minna máli. En tölvan segir bara nei. Reglugerðin segir bara nei og þar við situr. Að vísu verður reglugerðin líklega einhvertíma endurskoðað, en það er of seint. Einkaframtakið vill styðja við íslenska framleiðslu, vill auka fæðuöryggi þjóðarinnar, en þá togar ríkið í taumana um leið og það slær í. Niðurstaðan er sorglegur endir á farsælli framleiðslu Kornax sem geymdi öryggislager þjóðarinnar. Ríkið hefði frekar þurft að veita hvata til að stækka þann lager frekar en hitt. Eigandinn fær þau skilaboð, eftir ítrekaðar tilraunir, að eina leiðin sé að kæra Heilbrigðiseftirlitið sem þetta bannar. Hversu langt þarf einkaframtakið að ganga til að sinna slíku þjóðþrifamáli? Kerfið á að virka og greiða götu svona framtaks. Hvers vegna er ekki frekar spurt, hvað getum við gert til að aðstoða og styðja það að þessi framleiðsla fái þrifist? Höfundur er aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar