Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson og Jón Ferdínand Estherarson skrifa 20. janúar 2025 16:00 Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Leigumarkaður Viðreisn Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum. Sökum hruns „móðurflokksins“ hlaut Viðreisn góða kosningu til þings þess sem sett verður í næsta mánuði. En hver er munurinn á þessum tveimur flokkum? Er það bara Evrópustefnan, sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni? Frekar var talað um efnahags- og húsnæðismál, þar sem Viðreisn talaði – eins og sumir aðrir flokkar – um húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta, og aðhald í ríkisrekstri. Þá voru geðheilbrigðismál og loforð um að setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum áberandi í tali allra þriggja flokkanna sem nú mynda ríkisstjórn. Skipulögð aðför að fátæku fólki Á lengri tíma litið má sjá hvernig stjórnvöld hafa svipt fátæka húsnæðisöryggi og framselt það í hendur leigufélaga. Þessi félög hafa keypt upp húsnæði með það eitt að markmiði að hækka leiguverð, og með því þrýst ungu fólki niður í fátækragildru. Þar borgar það sérstakan skatt fyrir það eitt að eiga ekki íbúð. Þetta gerist í kerfi þar sem húsnæðisbótakerfið refsar fólki fyrir að byrja að safna fyrir eigin eign. Að sama skapi renna 9,6 milljarðar króna af skattfé árlega til leigusala. Það er eins og samfélagið sjálft hafi verið hannað til að halda fátæku fólki niðri og styðja við ríkt fólk. Hrunið á félagslegum lausnum Um aldamót voru félagslegar húsnæðislausnir um 11% af húsnæði í boði, en í dag er það undir 3% – og það má rökstyðja að í raun sé ekkert félagslegt húsnæði á Íslandi lengur. Tekjumörk skipta ekki höfuðmáli heldur saga áfalla. Leigan miðast við markaðsverð á misnotuðum húsnæðismarkaði, og því má segja með sanni: þetta er ekki félagslegt húsnæði. Flest fátækt fólk á Íslandi er leigjendur. Þetta er fólkið sem stendur í biðröðum eftir mataraðstoð, leitar til kirkjunnar og annarra hjálparstofnana og reynir að veita börnum sínum það félagslega öryggi sem öll börn þurfa – sem er nánast ómögulegt vegna húsnæðisóöryggis. Þessir leigjendur flytja að meðaltali á 16 mánaða fresti. Hvernig er hægt að ætlast til þess að börn þessa fólks upplifi öryggi og stöðugleika við þessar aðstæður? Húsnæðisóöryggi, stöðugar flutningar og skaðlegt bótakerfi mynda vítahring sem hefur ómæld áhrif á andlega og félagslega velferð fólksins sem stendur verst. Þetta er ómannúðleg staða sem við getum ekki sætt okkur við lengur. Hver ber ábyrgð? Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggum stuðningi Framsóknar, ber meginábyrgðina á þessu ástandi. Þeir hafa framkvæmt vilja viðskiptaráðs og sérhagsmunahópa sem hafa ásælst framfærslufé þeirra sem minnst mega sín. Þessi illmennska er falin á bak við lagasetningu sem framselur ábyrgð til sveitarfélaga, þrátt fyrir alþjóðasamninga sem binda íslensk stjórnvöld til að tryggja húsnæðisöryggi. Viðreisn stendur nú á tímamótum. Verður flokkurinn eitthvað meira en bara afsprengi Sjálfstæðisflokksins? Velferð ungs fólks og þeirra sem minnst mega sín hangir á því að Viðreisn sjái húsnæði sem það sem það raunverulega er: takmörkuð auðlind sem öll eigum rétt á aðgengi að. Er betra fólk í Viðreisn? Það er ekkert leyndarmál hvers vegna verðbólgan rauk upp. Þetta tengist beint hækkun leigu og fasteignaverðs. Þróunin hófst árið 2018, þegar verktakar fóru að leggja tvöfalt ofan á hverja íbúð, og hefur síðan þá skapað vítahring sem við búum við í dag. Þetta verður að stöðva áður en vaxtalækkanir skapa frekari vandræði. Það er enginn tími til að bíða. En spurningin er: Hvað ætlar Viðreisn að gera? Flokkurinn hefur talað um að setja hagsmuni fólksins ofar fjárfestanna. Það hljómar vel á pappír, en það verður að breyta húsnæðisbótakerfinu í grundvallaratriðum og koma skikki á verðlagningu húsnæðis til leigu. Slíkar breytingar munu ekki aðeins gagnast fátæka fólkinu – heldur okkur öllum. Leiguverð er lykilatriði í hækkun húsnæðisverðs. Það sést glöggt í þeirri staðreynd að þrátt fyrir að Ísland hafi lengi verið þekkt fyrir séreignastefnu, þá er fjórða hvert heimili á leigumarkaði í dag. Þetta er langur vegur frá fyrri tíð, þegar allt að 91% landsmanna bjuggu í eigin húsnæði. Fjölgun eignaríbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 92.971 í 117.063 – 25,9% aukning. Fjölgun leiguíbúða frá árinu 2000 til dagsins í dag: úr 9.195 í 39.021 – 324,4% aukning. Í þessum samanburði má klárlega sjá að þrátt fyrir séreignarstefnu síðustu áratuga fjölgar leigjendum gríðarlega – en samt virðast fáir láta þennan risastóra hóp fólks á Íslandi sig varða. Síðustu kjarasamningar snérust sem dæmi eingöngu um það fólk sem er að borga háa vexti, og fréttafólk er alfarið á móti því að fjalla um þennan hóp – sem er þó stærsti einstaki hagsmunahópur landsins. Ef Viðreisn er með fólk sem er reiðubúið til að fara gegn sérhagsmunum og taka á þessum vandamálum með raunverulegum kerfisbreytingum, þá gæti flokkurinn staðið undir loforðum sínum. En ef ekki, þá verður það ljóst mjög fljótlega – og næsta kynslóð borgar fyrir það. Höfundar eru í stjórn leigjendasamtakanna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun