Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. janúar 2025 11:31 Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði út frá gögnum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka hefur afgerandi áhrif á afkomumöguleika fólks. Skert atvinnuþátttaka dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði og möguleikum á framgangi á vinnumarkaði. Á Íslandi er vinnumarkaðurinn kynjaður rétt eins og flest önnur svið samfélagsins þó atvinnuþátttaka bæði karla og kvenna sé ein sú mesta meðal OECD ríkja. Þrátt fyrir þessa miklu atvinnuþátttöku kvenna er hún minni en karla, þær vinna styttri vinnudag og eru frekar í hlutastörfum. Þetta hefur neikvæð áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og ævitekjur þeirra. Atvinnuþátttaka Mynd: Atvinnuþátttaka (% af mannfjölda) eftir aldri á árinu 2023. Atvinnuþátttaka karla á Íslandi er meiri en kvenna nema í yngsta aldurshópnum 16-24 ára þrátt fyrir að hærra hlutfall kvenna en karla séu í framhaldsskóla- eða háskólanámi. Atvinnuþátttakan meðal kvenna er mest á aldrinum 25-54 ára, líkt og karla, en athygli vekur hversu lág hún er í aldurshópnum 55-74 ára. Um 46% kvenna eru utan vinnumarkaðar í þessum aldurshópi en aðeins um 30% karla. Hluti af þessum hópi er auðvitað kominn á ellilífeyrisaldur en staða eldri kvenna virðist verri en karla á vinnumarkaði. Í þessu sambandi má benda sérstaklega á að mun fleiri konur en karlar eru öryrkjar og þeim fjölgar með hækkandi aldri eins og rannsókn sem unnin var fyrir ÖBÍ 2019 leiddi í ljós. Vinnutími og hlutastörf Mynd: Vinnustundir karla og kvenna á árinu 2023 Konur vinna að jafnaði tæpum 7 stundum skemur en karlar af launavinnu á viku. Ef litið er til kvenna í fullu starfi vinna þær að jafnaði 4,6 stundum skemur á viku en karlar. Karlar hafa því líklega meiri möguleika á að vinna yfirvinnu en konur og hátt hlutfall kvenna vinnur hjá hinu opinbera þar sem vinnuvikan er að jafnaði styttri. Hins vegar sýna rannsóknir að konur í gagnkynhneigðum parasamböndum beri meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna og aðstandenda og vinni þar af leiðandi fleiri ólaunaðar stundir. Þegar litið er til hlutastarfandi vinna konur rúmlega tveimur tímum skemur en karlar á viku og eru karlar því líklega að jafnaði í hærra starfshlutfalli en konur í hlutastörfum. Eins og fram hefur komið eru konur mun líklegri til að vera í hlutastarfi en karlar. Ef litið er til aldurshópsins 25-64 ára sjáum við að innan við 10% karla eru í hlutastarfi en um fjórðungar kvenna á vinnumarkaði. Mynd: Í hlutastarfi (% af starfandi) á árinu 2023. Í óbirtri rannsókn byggðri á könnun Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins á stöðu launafólks 2024 kemur fram að barnlausar konur og karlar séu jafnlíkleg til að vera í hlutastörfum. Hins vegar aukast líkurnar á því að mæður séu í hlutastarfi með hverju barni en það dregur úr líkum á að karlar séu í hlutastarfi ef þeir eru feður. Það eru að öllu jöfnu konurnar sem brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Þá kemur einnig fram að fæðingarorlof karla hafi engin áhrif á möguleika þeirra til fjárhagslegs sjálfstæðis á meðan konurnar eru í miklu meiri mæli háðar mökum sínum um fjárhagslega framfærslu. Í könnun Vörðu um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs frá 2023 kemur fram að aðeins 68% kvenna sem eiga börn á aldrinum 12 mánaða til 12 ára eru í fullu starfi en 96% karla. Barneignir draga því að jafnaði úr atvinnuþátttöku kvenna og ógna fjárhagslegu sjálfstæði þeirra en slíkra áhrifa gætir ekki á karla. Helstu tæki stjórnvalda til að bregðast við þessu ójafnrétti er með löggjöf um jafna skiptingu foreldra á fæðingarorlofi, með því að tryggja öllum börnum dagsvistun um leið og fæðingarorlofi lýkur, tryggja leikskólavist í samræmi við fulla vinnu foreldra á viðráðanlegu verði og öruggt aðgengi að frístundaheimilum fyrir yngri grunnskólabörn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Steinunn Bragadóttir, hagfræðingar hjá ASÍ.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun